Dauði Pca getur verið eitt af viðkvæmari málum RPG.
Hvað gerist þegar PC deyr ?
Hvernig bregst t.d. stjórnandi hans við ?
Ég hef séð fjöldann allan af bröndurum sem eru tileinkaðir þessu atriði og það besta var comic-strip þar sem DMinum var hent út af heimilinu sínu vegna þess að hann drap 16 level wizard konunnar sinnar.

Nú eru til fjölmargar tegundir spunaspila og sjálfsagt tekið á dauðanum í þeim á jafn misjafnan hátt og spilin eru mörg.
Ég spila sjálf D&D og StarWars og þar er að sjálfsögðu ekki sama system fyrir dauða.
Í StarWars er þetta nær raunveruleikanum og ef Pc deyr þá er ekk hægt að lífga hann við.
Það getur einkennt spilamennskuna að vita að maður geti misst kallinn sinn, spilarar verða meðvitaðri um gildi þess að sleppa lifandi og æða kanski ekki jafn mikið út í rauðan dauðann og ef þeir tryðu því að þeir væru ódauðlegir.

Í D&D er hinsvegar til staðar sá möguleiki að lífga við.
Ef prestur á nógu háu leveli er með í hópnum eða félagar PC ná að fá aðra presta til að framkvæma ahöfnina.
Það hefur svo þann ókost að sá dauði lifnar við á einu lægra leveli.
Hinsvegar á það samkvæmt reglum algengustu heimanna að vera ekkert smá mál að lífga einhvern við og ekki á hver sem er að fá þá þjónustu, heldur einna helst frægir paladínar eða aðrir leiðtogar og hetjur.
Dauðinn á því að vera tekinn alverlega og ekki vera neitt til að leika sér að.

Svo er það hitt hvernig farið er eftir þessum reglum.
Í mínum spilahóp er ekki komin mikil hefð fyrir að “drepa” PCana.
Einhvernvegin virðast DMarnir (ég þar með talin) vera hræddir við að ganga alla leið í þessum efnum.
Líklega vegna þess að við lítum á RPG það sem það er “leik”,
og viljum að allir séu að skemmta sér og erum þar af leiðandi hrædd við að særa fólk eða reyta það til reiði.

Í þessi fáu skipti sem einhver hefur dáið hefur DMinn svo ávalt séð til þess að hægt sé að nálgast upplífgi-galdra á sem auðveldastan hátt.

Þrátt fyrir harmonýið sem þetta gefur af sér tel ég að við séum villt af réttri leið.
Því þessi varfærnislega notkun á dauðanum gerir það að verkum að spilararnir halda að þeir séu ódauðlegir og það verður að viðurkennast að spennan dettur úr leiknum þegar maður er farinn að hugsa :
“hmmmm best að skella sér í bardagann eina umferð enn -
DMinn veit að ég er með mikið særð og hann lætur skrýmslið ráðast á einhvern annan í þetta sinn, hann fer nú ekki að drepa mig !!!”

Ég var með þessar pælingar í huga síðast þegar ég var að DMa hópnum mínum og í stað þess að vera að fylgjast með HP hjá hverjum og einum PC þá lét ég óvinina pína þá miskunarlaust með öllum tiltækum ráðum.
Þessi nýja aðferð varð svo til þess að einn PC lenti í 2 mjög öflugum göldrum og dó. Steindó.
Það fyndna er svo auðvitað það að það er einmitt kærastinn minn sem stjórnaði þessum PC og mér varð hugsað til comic-stripsins þar sem mér yrði nú hent út fyrir verknaðinn.
Með nagandi samvikubit sá ég til þess að hann fékk “upprisu” hjá prestum í musteri ekki langt í burtu og hann komst aftur á ról, bara levelinu lægri.

Eftir að spilamennsku lauk þetta kvöldið kom í ljós að það átti ekki að henda mér út, né þurfti ég að sofa í sófanum.
Þar sem svona “morð” hafa ekki verið stundum mikið áður í hópnum þá var samt augljóst að kærastanum þótti þetta frekar hart.
En þar sem hann er nú DM líka þá var hann fljótur að jafna sig og skyldi alveg að það er mikið eðlilegra að óvinirnir reyni að einbeita sér að því að berjast við sama PCinn en að vera að skipta yfir í aðra þegar þeir sjá að þessi er veikburða.

Ég gekk ekki alla leið þetta kvöld.
Í raun hefði ég aldrei átt að samþykja upprisu hans því prestamusterið sem þeir fóru á var af allt annarri trú en sá dauði uppfyllti og því ólíklegt að þeir væru tilbúnir að lífga þennan ribbalda við.

En eitt skref í einu er gott.
Nú ætti hópurinn minn að vita að þeir eru ekki ódauðlegir.
DMinn hefur sama rétt á að drepa þá eins og þeir hafa á að drepa NPCa og skrýmsl.