Í gærkvöldi komum við félagarnir saman og ætluðum að spila til morguns, Við vorum stórt party um 8 manns samsvarandi: Quorion the H-elf fighter, Koja The H-elf Blademaster, Nodrog The H-elf Cleric of Tymora, Snake the human rouge, Wolfgar the Dwarf Cleric of Moradin, Estefan the Elf sorcerer, Xan the Human Ranger og Einhver rosa flókinn Paladin Nýkominn í hópinn…

Málið var að Við félagarnir ákváðum að byrja að rölta dálítið um the forgotten realms eftir að hafa rústað einhverjum heimskum svartálfum. Okkur langaði dálítið að eignast einhver híbýli til að geima draslið okkar og pening (Við vorum búnir að loota gommu af einhverjum píramítum og köstulum). þannig að við hófum að labba eithvert yfir the realms ég man ekkert nöfnin þarna.

Septimus postar líklega einhverja skýringu hvar við erum seinna á þessari grein.
Á leiðinni lendum við í gommu af vandræðum meðal annars finnum við eithvern fjandans chaos kassa sem að gerir ekkert annað en að draga að okkur heilu hrúgurnar af kvikindum (Fire-Giants, Stone-golems, Slags…)

Eftir nokura daga göngu komum við að einhverjum helvítis nasista bæ þar sem að öll kvikindi sem eru ekki menn eru handtekin og fleigt í eitthvað arena (Hljómar líklega kunnlega fyrir alla ykkur ofurspilara þarna úti). Nema hvað lendum við í vandræðum með verðina og endum á því að drepa um 7 þeirra og neiðumst til að forða okkur. Því miður erum við endanum handsamaðir og er okkur flegt inn í þetta helvítis Arena þar sem að við þurfum að berjast hver við sinn óvin til að öðlast frelsi á ný.

Sem betur fer förum við þokkalega létt með þetta og endum á því að
við vinnum allir hvern bardaga, reyndar pirruðu Clericarnir báðir áhorfendurna nokkuð mikið með að drepa sína óvini ódrengilega með að kasta Slay Living á þá (5-LVL galdur). Wolfgar (Dvergurinn af Moradin) lenti því miður í því veseni að þurfa að berjast við annan dverg og í dálitlu adrenalin kasti eftir bardagann sparkaði hann í höfuðið á dvergnum sem að hann drap.

Þetta böggaði DM-inn mjög mikið, að dvergur, Cleric af Moradin meira að segja, skildi sparka í lík annars dvergs sem að var aðeins að berjast fyrir lífi sínu. Þannig að eftir bardagann sagði Moradin Wolfgar að hann skildi gefa alla fjármuni hanns (2000gp og nokkrir demantar) til góðgerðar einnig skildi hann ekki kasta neinum galdri í eina viku.
Þá varð Playerinn sem að spilaði Wolfgar mjög pirraður út í Dminn Eftir nokkra daga hafði Wolfgar enn ekki gefið peningana og neitaði playerinn að gefa þá. Þá kom Moradin aftur til Wolfgar og sagði honum að hann fengi síðasta tækifæri til að gefa peninginn til næstu manneskju sem að við hittum. Skommu síðar kom messenger frammhjá okkur en Playerinn neitaði enn og einusinni að gefa fjármuni sína og lét messengerinn bara fara frammhjásér.
Nú byrjaði rosalegt rifrildi milli DMinns og playerinns og lét DMinn Moradin koma til Wolfgar og refsa honum. Moradin sagðist breita Wolfgar í það sem að dvergar líta á sem hið ömurlega og breitti honum í Kobolt! Hann tók einnig frá honum allt equipmentið hanns og einnig 2000 gullpeningana hanns!
Til að toppa þessa refsingu setti hann bölvun á hann, Rún á ennið á honum sem glóir í hvert sinn sem að dvergur kemur inn við 15 metra frá honum…

Nú spyr ég ykkur álits, Var þetta of hörð refsing eða átti DMinn að bregðast betur við?

-Morrinn (Nodrog)