Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Davíð með fordóma í garð ESB? Hvað kemur næst :o)

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Hver er munurinn á að Davíð “taki okkur í rassgatið” og að einhverjir skriffinnar í Brussel geri það??? Þá vil ég heldur innlent vald en erlent… Kv. Hjörtu

Re: Davíð með fordóma í garð ESB? Hvað kemur næst :o)

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Fyrir það fyrsta getum við nú bara ekki tekið upp samningaviðræður við ESB bara þegar okkur hentar. Það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði eins og menn þekkja, þ.á.m. að verðbólga hér á landi sé miklu lægri en hún er í dag og að vextir séu einnig lægri, auk þess sem ESB tekur bara við nýjum aðildarumsóknum á ákveðnum tímum og öðrum ekki, yfirleitt á einhverra ára fresti. Þannig að forsendur þess að við sækjum um aðild að ESB eru bara einfaldlega ekki til staðar, sem betur fer vil ég...

Re: Er innflytjendaumræðan á Íslandi að opnast?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæl, Já, það er satt. Þeir hafa enga stefnu í þessum málum. Ég leitaði sjálfur ítrekað eftir stefnu stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar í þessu málum en án árangurs. Kv. Hjörtu

Re: Er innflytjendaumræðan á Íslandi að opnast?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Afstaða þeirra stjórnmálaflokka, sem eru á þingi í dag, hefur verið barnaleg og ábyrgðarlaus hingað til. Ég hygg að það sé kominn tími til að það breytist. Kv. Hjörtu

Re: Ísland eða Reykjavík

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Hafðu líka í huga að flestir í Reykjavík / höfuðborgarsæðinu starfa í þjónustugeiranum og til að kaupa sér þjónustu verða menn að eiga peninga. Enn sem komið er er sjávarútvegurinn 60-70% af útflutingsverðmætum þjóðarinnar og mestur hluti þess sjávarafla sem veiddur er, og sem stendur undir mestmegnis undir þessu þjóðfélagi okkar, er veiddur og unninn á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Kv. Hjörtu

Re: Bara Ísraelum að kenna?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Maður hefur heyrt mest af þessum rökum Óla áður en þau hafa ekki farið hátt. Það er ekki málefnaleg umræða sem sýnir nær eingöngu, eð jafnvel eingöngu, aðra hliðina. Kv. Hjörtu

Re: Er innflytjendaumræðan á Íslandi að opnast?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæl, Já mikið rétt. Annars virtist mér þessi ráðstefna vera á sömu bylgjulengd og hugsunarhátturinn hefur verið hingað til, lítið eða ekkert spáð í vandamálin sem þessu fylgja en einblínt á að reyna að fegra hlutina sem mest á yfirborðinu :( Kv. Hjörtu

Ertu ekki að grínast?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Ekki það að ég vilji banna p4a en ertu ekki að grínast með þessa umsögn þína um hann? Dæmi: “Hann svarar skítkasti ekki með skítkasti og ég minnist þess ekki einu sinni að hafa séð hann tala ílla um neinn persónulega. Hann færir rök fyrir sínum skoðunum …” Ja, lítið dæmi: Hann hefur nú t.d. kallað mig rasista og nýnasista og ég veit ekki hvað æ ofan í æ án nokkurns rökstuðnings. Og þetta er ekki einsdæmi enda hefur hann víst kallað annan hvern mann hér rasista, útlendingahatara og/eða...

Svar

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Hagstofa Íslands heldur utan um skráð trúfélög á Íslandi. Til að geta skráð trúfélag þarf að uppfylla einhver ákveðin skilyrði (t.d. lágmarks meðlimafjölda) sem þú getur fengið upplýsingar um hjá Hagstofunni –> www.hagstofa.is<br><br>Með kveðju, Hjörtur J. “And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude.” -Thomas Jefferson

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Var það annars eitthvað fleira? Kv. Hjörtu

Re: Krossferðir

í Sagnfræði fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Breytir því ekki að Kóraninn er hornsteinn Islam eins og Biblían er hornsteinn kristni og gyðingatrúar (gamla testamentið). Og þá myndi ég segja að Jerúsalem verði aa.m.k. að teljast heilagari borg fyrir kristnum og gyðingum en múslimum, þar sem hugsanlegur heilagleiki borgarinnar í augum þeirra síðastnefndu byggir ekki á hornsteini trúarbragða þeirra, ólíkt hinum, heldur í besta falli einhverjum helgisögum, eins og þú nefnir. Kv. Hjörtu

Re: Undirskriftalisti gegn ríkisábyrgð

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Held það séu mistök að birta þennan undirskriftarlista á Frjalshyggja.is. Það litar söfnunina svo pólitískt að hafa hana á heimasíðu aðila sem hafa ákveðna pólitíska afstöðu þegar ljóst er að andstaða við þessa ríkisábyrgð er þverpólitísk. Ég hef heyrt í mönnum, einkum vinstrimönnum, sem eru á móti ríkisábyrgðinni en hafa engan áhuga á að sýna andstöðu sína undir formerkjum Frjalshyggja.is.<br><br>Með kveðju, Hjörtur J. “And to preserve their independence, we must not let our rulers...

Re: Krossferðir

í Sagnfræði fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Smá útútdúr: Það má benda á það að það er hvergi minnst á Jerúsalem í Kóraninum, hvað þá að hún sé heilög borg í augum Islam. Hins vegar er minnst minnst á borgina í fjölda tilfella í Biblíunni, eins og menn þekkja sennilega, og þá oft að hún sé heilög borg eftir því sem ég best veit. Kv. Hjörtu

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sælir, Já já, það er enginn mér vitanlega að segja að eitthvað fólk sé slæmt eða neitt slíkt. a.m.k. ekki ég. Hins vegar er það bara svo að sumir hlutir eiga illa saman og geta valdið miklum sambúðarvandamálum, og þá ekki síst gjörólíkir menningarheimar. Mér skilst annars að 60% múslima í Danmörku á vinnuskyldum aldri lifi á bótum, þ.e. á aldrinum 18-67 ára. Ef allir múslimar eru teknir inn í myndina, þ.e. líka skjólstæðingar viðkomandi aðila, er þetta hlutfall því sennilega enn hærra. Mér...

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Veit nú ekki hvers vegna þú ert að spyrja mig að þessum spurningum, en ég skal alveg svara þeim samt. 1. Gyðingar hafa örugglega allan lagalegan rétt til að búa í ríkinu ÍSRAEL. Menn deila víst ekki um það heldur hvort þeir eigi rétt til þessa umrædda landsvæðis. Það er annað mál og flóknara og ég bara hef engan sérstakan áhuga á að kafa of mikið ofan í þau mál. 2. Sá svar nr. 1. 3. Ég á engan meiri rétt, mér vitanlega, til að búa í Þýskalandi eða Noregi en hver annar sem ekki er...

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sælir, “Það er td. hverfi í stokkhólmi þar uþb. 96% af íbúunum eru innflytjendur. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk sem býr þar hafi einhverja löngun til eða metnað i að kynna sér sænska menningu? Innflytjendum er oft hrúgað svona saman svo að þeir eru orðnir eins og litlir bæir inni í stórum borgum. Og hverjum er það að kenna?” Þetta er mér vitanlega bara ekki rétt. Ég þekki bæði til aðstæðna í Svíþjóð í gegn um opinberar upplýsinga þaðan og frá t.d. Íslendingum sem þar búa, þá einkum í...

Re: Óöruggt Schengen

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæl, Já, þetta er ekki gott mál. Kosningaréttur, hvort heldur sem er fyrir alþingiskosningar, sveitarstjórnarkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur, eru réttindi sem eiga að vera bundin við það að vera ríkisborgari í viðkomandi landi. Ríkisborgararéttur á að vera umbun fyrir góða aðlögun innflytjenda og viðurkenning á því að viðkomandi uppfylli þau skilyrði sem því fylgja að vera fullgildur þátttakandi í viðkomandi þjóðfélagi, líkt og t.d. stúdentspróf er hugsað sem viðurkenning á að...

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sælir, Jú jú, vissulega ber að fallast á það að ekki verður verknaður viðkomandi aðila, hverjir sem þeir eru, betri ef hugmyndin er að kenna öðrum um hann. Kv. Hjörtu

Re: Opið bréf til Peace4All

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sælir, “Mín skoðun er sú að við berum siðferðilega skyldu til að benda manninum á hversu mikla vitleysu og ranghugmyndir hann predíkar yfir landsmenn.” Það hefur nú verið reynt ítrekað síðan í nóvember en án árangurs :) Kv. Hjörtu

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Hmmm… það versta segirðu. Ég er vissulega sammála því að nýnasistar séu sennilega endemis vitleysingar upp til hópa (fordómar? hehe) en ég sé hins vegar bara ekki muninn á því þó einhverjir slíkir stundi hryðjuverk gegn saklausum borgurum, einhverjir ofstækisfullir múslimar eða aðrir. Glæpurinn er hinn sami og glæpamennirnir að því leytinu líka. Kv. Hjörtu

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Höfum við ekki einmitt þess vegna nóg með þau átök sem við sköpum sjálf þó við þurfum ekki að vera að flytja meira af slíku inn? Er á bætandi?? Varla! Kv. Hjörtu

Re: Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, “Við vesturlandabúar erum alltaf að kvarta undan innflutningsvanda. Við eigum samt töluverðan þátt í þessum flóttamannavanda.” Höfum við Íslendingar skapað þennan flóttamannavanda? Ekki svo ég viti. Kv. Hjörtu

Re: Óöruggt Schengen

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæl, Já, það fullyrti nú sjálfstæðismaður einn í grein sem hann reit um málið að ástæða þess að samningurinn um Schengen var samþykktur af Sjálfstæðisflokknum var að bjarga norræna vegabréfasamstarfinu. Fyrst hin Norðurlöndin ætluðu að ganga í þetta þá töldu menn að við yrðum að gera það líka svo við gætum áfram sleppt því að sýna vegabréfin okkar á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar var t.d. ekkert hlustað á það þó bæði embætti Lögreglustjórans í Reykjavík og embættui Ríkislögreglustjóra...

Re: Rommel.....

í Sagnfræði fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll, Einhvern tímann tók ég saman tengla og efni um Rommel í einhverju verkefni í Háskóla Íslands. Afraksturinn er hér: http://www.hi.is/~hjorturg/rommel.htm En það er nú deilt um það hvort Rommel hafi tekið þátt í samsærinu gegn Hitler en flestir eru á því að hann hafi gert það svona a.m.k. óformlega. Annars var hann mjög andsnúinn því að Hitler yrði drepinn, fannst það ekki göfugt, heldur vildi láta rétta yfir honum.<br><br>Með kveðju, Hjörtur J. <A...

Re: ritgerð

í Sagnfræði fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll félagi, Hmmm… ef 26 greinar eru alveg nóg þá hlýt ég að vera ofvirkur eða eitthvað með yfir 60 greinar birtar hér á Huga :) Kv. Hjörtu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok