Við grein/kröfu þína um afsökunarbeiðni um grínmynd sem birtist um Sharon og bréf þitt, http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=511970&iBoardID=144&iStart =10 , þá vil ég koma hérna með athugasemdir.

Athugasemd um góðmennsku Ísraels:
Við erum að tala um Ísrael þar sem pyntingar eru löglegar svo framalega sem þær eru ekki framdar á gyðingum.
Við erum að tala um Ísrael sem framdi stríðsglæpi við töku landsins.
Við erum að tala um Ísrael sem er stjórnað af Síon-istum sem eru með álíka hreinlega stefnuskrá á ábúendum landsins síns og Aríar þriðja ríkisins.
Við erum að tala um Ísrael þar sem íbúar þess land trúa því að þeir séu betri en aðrir íbúar þessarar plánetu vegna þess að það stendur í bók.
Við erum að tala um Ísrael sem í sama alþjóðasamning sem þú vitnar í er einnig talað um land Palesínumanna.

Hvað villtu að ég haldi lengi áfram?

Helförin og land gyðinga:
Vinsamlegast vaknaður af þessum blauta draum þínum að allt sé rétt sem stendur í bók sem er þúsundir ára gömul.
Ég titla mig ekki rasista, en þegar fólk setur setningar einsog þessa: ‘gyðingarnir eiga landið einir út af trúarbók sinni.’ get ég ekki borið virðingun fyrir, í mesta falli vorkennt þeim.
Það er enginn að neita helförinni. Hún átti sér stað, fyrir yfir 50 árum, en átti sér stað engu að síður. Hvað varðar eftirfarandi komment þitt: ‘og segja gyðinga ekki vera guðs útvöldu þjóð’
Í Matteusarguðspjalli segir Jesús Kristur við gyðinga: “Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.”
Samkvæmt nýja testamenntinu, sem þú væntanlega styður ekki en allir kristnir menn staðfesta, segir Jesús að land gyðinga sé frá þeim tekið. Hvor er rétt?

3 Opnar spurningar:
Hvað þarf til að meira að segja Bandaríkjastjórn, sem hefur verið mesti stuðningsaðili Ísraels frá byrjun, er farinn að beita áhrifum sínum til þess að Ísraelar dragi sig til baka?
Hvað varð um tjáningarfrelsi fólks? Afhverju má fólk ekki tala um málefni Ísraela í neikvæðri merkingu (þ.e. á hlut Ísraela) án þess að fá svona skít yfir sig?
Hvernig stendur á því að ein versta móðgun sem hægt er að gera fólki sem er gyðingatrúar er að bendla því við Síonista?

Að lokum:
Það sem þú hefur sýnt hér finnst mér (athugaðu, þetta er mín skoðun, sem ég hef rétt á að hafa) lítið annað en gott dæmi um ofsatrúarmennsku. Einnig kallarðu þann sem setti inn þessa mynd ‘þrjót’ fyrir verknaðinn, það finnst mér siðlaust! Lýttu í eigin barm áður en þú tjáir þig. Það er ekki gott að kasta grjóti ef maður býr í glerhúsi.

Halldó