Er innflytjendaumræðan á Íslandi að opnast?

Skyldi umræðan um málefni innflytjenda á Íslandi vera að opnast af hálfu íslenskra fjölmiðla? Það er a.m.k. vonandi fyrir málefnalega og lýðræðislega umræðu um þessi mál hér á landi í huga. Það sjást í það minnsta einhver merki þess að íslenskir fjölmiðlar séu loksins farnir að þora að fjalla að einhverju marki opinskátt og hlutlaust um innflytjendamál, og ástandið í þeim málum, bæði hér á landi og um alla Vestur-Evrópu.

Hingað til hefur eigin umfjöllun íslenskra fjölmiðla virst einkennast af hræðslu við að tala opinskátt um þau miklu vandamál sem innflutningi útlendinga óhjákvæmilega virðast fylgja. Væntanlega þá af ótta við rasista-stimpilinn sem ákveðnir óprúttnir aðilar hér á landi beita óspart á þá sem voga sér að gagnrýna innflutning fólks til landsins og benda á vandmál sem slíku fylgir.

Dæmi um slíka stefnubreytingu íslenskra fjölmiðla til hins betra er eftirfarandi frétt sem birtist í DV 11. apríl sl.:

———————————————————–

Fimmtudagur, 11. apríl 2002

Danmörk: Trúarbrögð og siðvenjur fara ekki saman
-ströng innflytjendalöggjöf í smíðum

Flóttamannastofnun SÞ og nokkur ríki í Evrópusambandinu hafa sent dönsku ríkisstjórninni orðsendingar og lýst yfir áhyggjum vegna stefnu hennar í málefnum innflytjenda en fyrir danska þinginu liggur stjórnarfrumvarp um að herða mjög reglur varðandi flóttamenn og nýbúa. Er bent á að nýju lögin brjóti í bága við alþjóðlegar samþykktir sem Danmörk er aðili að. En danska ríkisstjórnin gefur sig hvergi og er talið fullvíst að nýju innflytjendalögin verði samþykkt í þinginu í næsta mánuði.

Samsteypustjórn miðju- og hægrimanna komst til valda eftir kosningarnar í nóvember sl. Fylgisaukning flokkanna er ekki síst þökkuð þeirri stefnu þeirra að takmarka eða stöðva innflytjendastrauminn til landsinsog jafnvel að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi ef það fyllir ekki tiltekin skilyrði. Við kosningaloforðin verður að standa og nýju lögin hafa verið kynnt fyrir þingi og þjóð.

Samkvæmt nýju lögunum fá innflytjendur ekki varanlegt landvistarleyfi fyrr en eftir sjö ára dvöl í landinu í stað þriggja nú. Nýbúar verða að hafa náð 24 ára aldri til að makar þeirra fái landvist. Nú er aldurstakmarkið miðað við 18 ár. Mjög verður hert á reglum um að fjölskyldumeðlimir nýbúa fái landvist. Opinberir styrkir til innflytjenda verða takmarkaðir. Heimildir yfirvalda til að vísa útlendingum úr landi verða rýmkaðar.

Innflytjendum í Danmörku fjölgar hraðfara. 1998 voru 5% íbúanna fædd erlendis. Nú eru þeir rúmlega 7%. Eftir 20 ár verður hlutfallið orðið 20%. Á síðasta ári fengu 6.000 útlendingar pólitískt hæli í Danmörku. 12.000 ættingjar fylgdu með. Helmingurinn er múslimar.

Danir hafa verið taldir með umburðarlyndustu þjóðum og því kemur á óvart þegar þeir hyggjast setja hörðustu lög í Evrópu um takmarkanir á landvistarleyfum fólks sem þangað leitar af ýmsum ástæðum en yfirleitt vegna hörmulegs ástands í heimalöndum þess sem er af efnahagslegum eða pólitískum toga.

Vert er að hafa í huga að það eru ekki einstakir vondir stjórnmálamenn sem vilja takmarka innflutning fólks frá framandi löndum. Þeir eru aðeins að efna kosningaloforð sem þeir gáfu háttvirtum kjósendum í lýðræðisríki.

Illleysanleg vandamál

Andúðin á innflytjendum í Danmörku á sér margar ástæður, kannski hverja annari líka. Dönum þykir þjóðfélag þeirra vera að breytast og það ekki til hins betra á mörgum sviðum. Einkum þykir þeim innrás múslima víðsjárverð. Þeim fjölgar tiltölulega ört og þeir mynda gjarnan sína eigin söfnuði og samfélög sem ekki eiga samelið með dönskum lífsháttum. Þeir spádómar að innflytjendur sem játa íslam blandist Dönum með tíð og tíma ætla ekki að rætast. Önnur kynslóð nýbúa samlagast ekki þjóðinni sem býr fyrir í landinu fremur en þeir sem fyrstir koma. Nýbúarnir leggja gjarnan undir sig hverfi í útjörðum stærri borga og bæja og lifa þar og hrærast í siðum og venjum gamla landsins.

Skólastefnan er vandamál. Kennsluefnið er danskt og kristið en börn helmings innflytjendanna búa í múslimsku umhverfi þar sem siðir og hugsanagangur er allt annar en í danska skólakerfinu. Þarna verða árekstrar og koma upp illleysanleg vandamál. Danir ætlast til að innflytjendur lagi sig að þeirra þjóðfélagi en í múslimabyggðunum er lögð rík áhersla á að trú og lífsvenjur forfeðranna séu virtar. Múslimskir foreldrar hafa ekkert á móti því að börn þeirra sæki danska skóla en þar á að kenna þeim múslimsk fræði en ekki dönsk. Hér skal varast að alhæfa en reynslan er sú að kristni og íslam er ekki hið sama, hvað sem allri óskhyggju líður.

Í Danmörku eru 2/3 nauðgana framdar af múslimum. 2/3 fangelsaðra eru sömuleiðis múslimar, ef marka má tölur úr Dagbladet. Samkvæmt lögregluskýrslum hefur glæpum sem útlendingar fremja í Danmörku fjölgað um 153% á sama tíma og glæpum sem Danir fremja hefur fjölgað um 13%. Feðra- og bræðraveldið flytja múslimar með sér og það ofbeldi og nauðung sem því fylgir. Af því berast óhugnanlegar fréttir. Afbrotatíðni helgast m.a. af því að múslimar eiga sín eigin lög og margir hverjir þeirra hvorki skilja né virða dönsk lög eða það sem talin er sæmileg hegðun þar í landi.

Fjöldi innflytjenda hefur reynst nýtir þegnar í nýja landinu og búið þar í sátt og samlyndi við samfélag og nágranna. En það breytir ekki hinu að Dönum þykir mörgum hverjum nóg um fjölda og lífshætti aðkomufólks og létu álit sitt í ljós í síðustu kosningum, hvort sem öðrum líkar betur eða verr.

-OÓ

—————————————————————-

Sem fyrr segir er það vonandi að þessir hlutir séu að breytast út einhliða og ólýðræðislegri umfjöllun yfir í opna og lýðræðislega umfjöllun þar sem öllum aðilum málsins er veitt jöfn tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Annað er einfaldlega ekki lýðræðislegt.

Hjörtur J.
Með kveðju,