ég skrifaði þessa ritgerð fyrir sögu, ég veit bara ekki hvort hún sé góð eða ekki, en ég fæ allavegan einkunn á morgun þannig að fingers crossed



Saga

Sagan tekur sífelldum breytingum í hugum mannanna því hver kynslóð sér hana með sínum eigin augum. Þess vegna er nauðsynlegt að endurnýja söguskjöl með reglubundnum hætti. Nýjar rannsóknir eru þar að auki að leiða stöðugt í ljós breyttan skilning á sögulegum atburðum ( heimild: Íslands- og mannkynssaga NB 1 ).

Saga: Í þessu tilviki er saga mannkynssaga þ.e. frá byrjun samfélagsins til dagsins í dag. Frá híróglífur til 100 tonna kjarnorkusprengju. Saga er allar skráðar heimildir í heiminum og sannaðar og rökstuddar tilgátur. Því í grófum skilningi hefur allt sem er ekki skráð og ekki verið sannað að hafi skeð ( t.d. að maðurinn sé kominn af öpum ) aldrei skeð. En alltaf er verið að “uppfæra” söguna og má t.d. ekki útiloka þann möguleika að maðurinn sé kominn af öpum. Sagan er mjög merkileg á margan hátt. T.d. þegar maður skoðar yfirlit yfir söguna sér maður hvernig mannkynið hefur þróast, hvenær það þróast hægt eða þegar þróunin hreint “flýgur” áfram. Mannkynið notar söguna t.d. til koma í veg fyrir að gera sömu mistökin tvisvar. Sagan er mjög mikilvæg í alls konar vísindum, t.d. er hún ómissandi fyrir Kára í DECODE þar sem hann er að rekja ættarlið fólks langt aftur í aldir til að koma í veg fyrir ættgenga sjúkdóma. Þannig að sagan er ómissandi á allan hátt, lögfræðingar, vísindamenn, læknar, arkitektar, verkfræðingar o.s.frv. nota hana allir. En þeir nota hana á mismunandi hátt, lögfræðingar nota hana t.d. við að sýna gamla dóma í svipuðum málum og þeir eru þá stundina að há í von um góð úrslit. Læknar nota söguna sér til hjálpar á þann hátt að þeir gera ekki sömu mistökin aftur ( t.d. skera ekki aftur á sama stað þegar fyrra skiptið hefur reynst e.t.v. banvænt ).





Íslenskir unglingar

Íslenski unglingurinn ( það er ég ) veit ekki mikið um sögu ( þ.e.a.s. áður en ég tók þennan áfanga ). En ég vissi grundvallaratriðin allavegana, þ.e. hver fann Ísland, Bandaríkin og helstu löndin. Íslenski unglingurinn lærði náttúrulega mikið um baráttuna milli Galla og Rómverja og Rómaveldi úr sögunum um Ástrík og Steinrík. Og svo má ekki gleyma Lukku Láka og villta vestrinu( hver segir svo að teiknimyndir þroski ekki hugann ). Flestir unglingar vita um stríðin á síðustu öld: Fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, Kalda”stríðið”, Persaflóastríðið og svo má ekki gleyma þessu “eilífa” stríð milli Gyðinga og Palestínumanna sem virðist engan enda ætla að taka. Það er sama sagan með íslensku söguna, þ.e. að ég veit hverjir forsetarnir eru, hver fann Ísland ( írskir munkar eða Hrafna Flóki ) og einnig hvenær siðaskiptin voru. Íslenskir unglingar þurfa að vita þónokkuð um íslenska sögu, þ.e. hver fann landið, frægustu íslendingarnir á miðöldum t.d. Snorri Sturluson, Gissur Ísleifsson, Ingólfur Arnarsson, Jón Arason. Að vita hvenær siðaskiptin voru getur verið mjög hentugt ( í kringum 1000 ) og hver lagði nýjar sameiginlegar reglur fyrir kristna og ásatrúaða ( Þorgeir Ljósvetningargoði ). Það verður líka að vera hægt búast við því að allir íslenskir unglingar viti hverjir forsetar Íslands eru ( Ásgeir Ásgeirsson, Sveinn Björnsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson ) og hver átti mestan hlut í sjálfstæði Íslendinga ( Jón Sigurðsson ). Íslenskir unglingar þurfa ekki að vita mikið um erlenda sögu en það er náttúrulega hentugt að vita ýmislegt í erlendri sögu. T.d. er fínt að vita allavegana eitthvað um Rómaveldi og hvað kom af því ( vegagerð, skolplagnagerð, byggingagerð ), hver málaði Monu Lisu ( Leonardo Da Vinci ), ástæðuna fyrir “nýjustu” stríðunum ( fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar, Víetnam stríðið og Persaflóa stríðið ), hver fann upp símann ( Milton Bell ) og svona má lengi telja. Öll þessi saga getur verið hentug einhvern tímann í lífinu ( hver veit nema maður endi í “Viltu vinna milljón”).





Sögufölsun

Sögufölsun hefur oft verið beitt í gegnum tíðina, oft í pólitísku- eða hernaðarlegu áróðursskyni. Dæmi um sögufölsun eru t.d. Nasistarnir, nasistarnir gerðu barnabækur með “illum”, “ljótum” og “drullugum” gyðingum að ræna hinar “góðu”, “tæru” og “fallegu” Þjóðverja stúlkurnar. Þetta var “týpískt” dæmi um pólitískan áróður nasistanna, þeir kveiktu þannig í hatri ungra barna á gyðingum. En þetta var alls ekki raunin, gyðingar voru/eru ( ef þú gleymir stríðinu á Vesturbakkanum ) friðsæl þjóð sem áttu margar verslanir, verksmiðjur og fyrirtæki. Þess má einnig til gamans geta að snillingurinn og maður aldarinnar ( að vali Time Magazine ) Albert Einstein var gyðingur. Einnig var stærðfræðingurinn Emma Noether, en Einstein nýtti sér kenningu hennar ( Noether kenninguna ) við uppgötvun á afstæðiskenningunni. Hollywood leikstjórinn frægi Steven Spielberg er gyðingur einnig. Kommúnistarnir í Rússlandi beittu róttækari og fljótvirkari sögufölsunum um miðja 20. öldina. Öllum þeim sem stigu upp á móti kommúnistunum og mótmæltu gerðum þeirra var hreinlega eytt af jörðinni ( bókstaflega ). Þeir voru annað hvort sendir til Síberíu í fangabúðir eða hreinlega drepnir. Allar myndir af þeim “seku” voru teknar og eytt, allt sem þeir höfðu skrifað var einnig tekið og eytt og það sama má segja um skilríki þeirra. Þegar það leið frekar inn á öldina fundu “kommarnir” upp á nýrri aðferð. Þegar þeir “seku” voru háttsettir valdamenn og myndir af þeim á merkilegum athöfnum sem menn vildu eiga var aðeins þeim eytt af myndunum en hinir hafðir eftir. En hin “gamla” aðferð við að eyða skjölum og skilríkjum um þá var ennþá í hávegum höfð.

Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir sögufölsun vegna þess að það hafa ekki allir alltaf sömu sögu að segja. T.d. segist Saddam Hussein hafa unnið Persaflóa stríðið en Bandaríkja menn segjast einnig hafa unnið það. Góð leið til að koma í veg fyrir sögufölsun væri að hafa allar sögu skýrslur opnar fyrir almenningi. En aftur á móti eru svo litlar sem engar líkur á því að ríksstjórnir allra landa gefi allar sínar upplýsingar upp s.s. hernaðar- pólitískar- fjárhagslegar upplýsingar sem væru opnar fyrir öllum og þar á meðal óvina löndum. En einnig væri hægt að stofna óháða fréttastöð sem væri ekki háð auglýsingum heldur myndu þjóðir skuldbina sig að borga ákveðið mikið á ári til hennar í styrki. S.s. myndi sú fréttastöð flytja óháðar fréttir og vera algjörlega óhlutdræg.





Lærdómur

Áður en ég tók þetta fag var ég ekki “vitur” um söguna. Ég vissi eitthvað, en sú vitneskja mín náði ekki langt. Ég vissi t.d. um Júlíus Sesar og Neró, tvo fræga keisara Rómaveldis, ég vissi einnig um fyrsta biskup Ísland ( Ísleifur Gissurarson ) en það var ekkert mikið meira sem ég vissi um námsefnið sem hefur verið farið yfir í vetur. En núna veit ég um borgarastyrjaldirnar á Grikklandi, list grikkja og heimsspeki, byggingakerfi- uppbyggingu- og hnignun Rómverja, heimssvæðingu kristninnar, byrjun Íslandssögu og siðaskiptin. Það er nokkuð merkilegt að hafa lært allt þetta á þessum stutta tíma ( og þessum hraða ), en verð ég nú að viðurkenna að ég kann allt þetta efni ekki utanbókar, en ég kann undirstöðuna og það er nokkuð gott.


ykkur er frjálst að stela þessari ritgerð