Átök ýmissa þjóðernisbrota: Innflutt vandamál

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa auðvitað ekki farið framhjá neinum enda fréttir um þau í sjónvarpinu á hverju kvöldi þessa dagana. Í sumum vestrænum ríkjum fá menn smjörþefinn af átökunum í gegn um erlendar fréttir heldur í gegn um fréttir af innlendum vettvangi.

Hinn mikli innflutingur af útlendingum, hvaðanæva úr heiminum, til Vesturlanda hefur þýtt að ef upp blossa átök milli einhverra þjóða einhvers staðar í heiminum má alveg eins búast við því að hliðstæð átök í einhverri mynd blossi upp í vestrænum löndum þar sem fólk frá viðkomandi löndum býr í einhverjum mæli.

Þannig hefur það t.a.m. löngum verið svo að ef út hafa brotist átök milli Kúrda og stjórnvalda í Tyrklandi hefur það haft í för með sér átök á milli Kúrda og Tyrkja búsettum í Þýskalandi, og víðar á Vesturlöndum, með tilheyrandi líkamsmeiðingu, eignarspjöllum og morðum. Hafa menn jafnvel verið brenndir inni í húsum sínum í verstu tilfellunum.

Sem fyrr segir geysa nú átök á milli Palestínumanna og stjórnvalda í Ísrael fyrir botni Miðjarðarhafsins og hefur það nú m.a. leitt til þess að ýmis átök hafa brotist út á milli gyðinga og múslima á Vesturlöndum, t.a.m. Frakklandi og nú núverið Noregi. Sbr. t.d. eftirfarandi frétt af Vísi.is:

————————————————————–

Vísir, Mið. 10. apr. 16:20

Ótti við hryðjuverk í Noregi

Lögregaln í Ósló óttast að Ísraelsmenn eða gyðingar þar í borg verði fyrir sprengjuárás á næstunni til þess að mótmæla allsherjarhernaði Ísraela gegn Palestínumönnum. Á þriðjudaginn lokaði lögreglan götunni, sem sendiráð Ísraels í Ósló stendur við. Einnig hefur verið reistur eins konar varnargarður framan við samkunduhús gyðinga í Ósló.

Norska dagblaðið Aftenposten skýrði frá þessu í gær.

Á sunnudaginn bárust lögreglunni fréttir af því að ungir múslimar hafi lýst sig reiðubúna til að fremja sjálfsmorðsárásir í Noregi. Lögreglan fékk upplýsingar frá manni, sem hafði verið viðstaddur fund nokkurra íslamskra leiðtoga í Noregi í síðustu viku. Þar hafi menn rætt um til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að mótmæla framferði Ísraelsmanna.

Fimmtíu ungir menn áttu síðan með sér fund í Ósló tveimur dögum síðar þar sem sumir þeirra lýstu sig fúsa til að fórna sér í baráttunni gegn Ísrael.

Heimild:
http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=116867&v=2

————————————————————–

Sem fyrr segir er sömu sögu að segja um t.d. Frakkland, en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði m.a. frá því að undanfarna daga hafi hópar múslimar ráðist á skóla og samkunduhús gyðinga í París m.a. með eldsprengjum. Einnig mun hafa verið ráðist gegn rútum með gyðingabörn innanborðs.

Þessi þróun virðist einnig hafa borist til Íslands að einhverju marki, en fyrir einhverju síðan var haldinn mótmælafundur gegn Ísrael á Hverfisgötunni, að mig minnir. Gekk hún tiltölulega friðsamlega fyrir sig uns ungur palestínumaður, búsettur hér á landi, stökk fram með fána Ísraels gegnvættan í kveikjarabensíni, kvekti í honum og henti honum upp í loftið beint fyrir framan nærstandandi fólk. Sögðu sjónarvottar að fáninn hefði þess vegna getað lent á einhverjum nærstöddum. Ungi maðurinn var þá yfirbugaður af lögreglumönnum á staðnum en þá gerðu nokkrir félagar hans tilraun til að frelsa hann úr höndum lögreglunnar.

Fram að þessu atviki þekktum við Íslendingar ekki slíkar fánabrennur, sem eru víst æði vinsælar einkum í Miðausturlöndum, ekki nema úr sjónvarpinu. Vonandi var þetta einsdæmi og þróun þessara mála verði ekki sú sama hér á landi og raunin hefur orðið í mörgum nágrannaríkjum okkar eins og m.a. er fjallað um hér að framan.

Það er annars ekki tilgangur þessarar greinar að taka afstöðu í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins nema þá einfaldlega afstöðu með friði. Hins vegar er alveg ljóst að manni finnst nógu slæmt að átök blossi upp einhvers staðar úti í hinum stóra heimi þó það þurfi ekki að leiða af sér hliðstæð átök í heimalandi manns sjálfs. Sú framtíðarþróun mála er bara ekkert sérstaklega heillandi.

Hjörtur J.
Með kveðju,