Jæja ætla að skrifa um álit mitt á úthlutun fjármagns ríkisins. Í fyrsta lagi þá býr rúmlega helmingur landsmanna í Reykjavíkurborg og hinn helmingurinn dreifist vítt og breitt út á land. Er það þá ekki sanngjarnt að fjármagnið sem ríkið er að dreifa til ýmissa málefna skiptist jafnt á milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar? Þetta fjármagn sem ég er að tala um er t.d. þessir 6.miljarðar sem á að fara nota í eitthvað tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík. Af hverju ætti ekki að nota þessa peninga í vegasamgöngur eða göng einhversstaðar úti á landi? Nei, það má ekki vegna þess að það eru svo fáir sem eiga eftir að nota göngin eða alla vegina. Svona skýringar er fólkið í landinu að fá og þess vegna neyðast allir að flytja á brott úr bænum sínum og beinustu leið til Reykjvíkur vegna þess að þar á allt að vera svo nýtt og flott. Ef að bæir á landsbyggðinni eiga ekki að grotna niður og leggjast í eyði þá þarf eitthvað að fara að gera og jafna út þessa fjárstyrki á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar.
takk fyrir.