Ég stend fastur á þeirri skoðun að það eigi alls ekki að banna Peace4All. Hann er mjög góð viðbót við huga.is. Rök mín eru eftirfarandi. Hann kemur á stað mjög áhugaverðum umræðum. Hann virðist nánast alltaf svara öllum korkum og greinum sem gegn honum eða skoðunum hans er beint. Hann stendur fastur á sínum skoðunum og þorir að láta þær í ljós jafnvel þótt að gífurlegur fjöldi fólks sé að rakka hann niður. Hann svarar skítkasti ekki með skítkasti og ég minnist þess ekki einu sinni að hafa séð hann tala ílla um neinn persónulega. Hann færir rök fyrir sínum skoðunum, jafnvel þótt að það séu ekki allir sammála þeim skoðunum þá ber að virða skoðanir hans eins og annara.

Ég held að sumir ættu að fara að líta í eign barm hér á huga. Hegðun og orðbragð margra er komið út í einelti. Maðurinn er ekki heimskur bara vegna þess að hann hefur öfgakendar skoðanir. Það þýðir bara að hann hefur öfgakendar skoðanir.

Ég skora nú á hugaða að fara að breyta til hætta ofsóknunum. Ekki hætta að skiftast á skoðunum við manninn, því skoðanaskifti er það sem hugi.is snýst um. Passið bara á því að það má sér enginn gegn mörgum.<br><br>Gorkamorka
Gorkamorka