The Olivia Tremor Control Ætla Skrifa smá grein um hljómsveit sem ég hef verið að hlusta mjög mikið á undan farið, finnst mér þetta vera hörku grúbba. Notaðist við http://www.elephant6.com/ og www.allmusic.com til stuðnings , en nóg um það…

The Olivia Tremor Control eru úr hinu svokallaða “Elephant 6 Collective” (E6) en það er hópur tónlistarmanna/hljómsveita í Bandaríkjunum með svipaðar tónlistar pælingar, aðrar hljómsveitir sem eru tengdar við E6 eru meðal annara Neutral Milk Hotel og The Apples in Stereo. Olivia spilar tónlist sem er undir áhrifum frá m.a. Bítlunum, Beach Boys, The Zombies, Pink Floyd og Sonic Youth, blanda af psychedelic tónlist, “tape loops” og poppi. Allt byrjaði þetta þó í níunda bekk í Ruston, Louisiana. Þar voru æskuvinirnir Robert Schneider (Apples in Stereo), Jeff Mangum (Neutral Milk Hotel), Bill Doss og Will Cullen Hart saman í skóla , en hinir tveir síðast nefdu áttu eftir að verða leiðtogar Olivia Tremor Control. Voru þeir félagar allir í hinum og þessum skólaböndum, þetta voru engin framtíðarbönd. Fór þetta þó allt að breytast árið 1991 þegar Robert fór til Denver í skóla og kynnist hann þar fólkinu sem hann stofnar Apples in Stereo með, en þeir voru fyrsta bandið til að gefa út plötu á vegum E6 árið 1993. William og Jeff höfðu flutt til Georgia og voru í hljómsveit sem kallaðist Synthetic Flying Machine. Stuttu seinna kom Bill til Georgia og gékk til liðs við með þeð William og Jeff en upp úr því fóru að kalla sig The Olivia Tremor Control. Þeir gáfu út sitt fyrsta EP California Demise árið 1994, en það var önnur platan sem kom út á vegum E6 hópsins (áttu þó eftir að vera miklu fleiri) Eftir þetta ákveður Jeff að hættta í bandinu til að einbeita sér að sinni eigin hljómsveit Neutral Milk Hotel.

John Fernandes og Eric Harris gengu til liðs við hljómsveitina stuttu eftir það, og gaf hljómsveitin út sitt annað EP The Giant Day snemma 1996. En hljómsveitin var farinn að vinna að fullu við að klára sína fyrstu breiðskífu og kom hún út um mitt ár 1996, heitir hún því skemmtilega nafni “Music From The Unrealized Film Script: Dusk At Cubist Castle” hún átti samt upprunalega að heita Orange Twin en hætt var við að kalla hana það vegna annarar plötu sem hét því nafni og hafði verið gefin út á svipuðum tíma. Platan er undir miklum áhrifum frá psychedelíu Bítlana og Beach Boys, sem sagt tilraunamennska og pop (eða rock, fer eftir hvað þið viljið kalla það) í fyrirrúmi. Platan var producer-uð af Robert Schneider og á henni eru heil 27 lög, þar af 10 lög sem heita öll sama nafninu “Green Typewriters”, mæli með “The Opera House” ef þið viljið heyra smjörþefin af plötuni, en þeir gáfu það lag út á smáskífu ásamt tveim öðrum lögum og ef maður spilaði þau öll í einu fékk maður fjórða lagið úr því samsuði (svipað og Zaireeka með Flaming Lips) Fóru þeir félagar þá bara túra vítt og breitt og fengu meðal annars annan nýjan meðlim í bandið hljómborðsleikaran Peter Erchick. Síðan í Apríl 1999 kom út önnur plata þeirra en hún heitir “Black Foliage: Animation Music Volume 1” (Volume 2 kom aldrei út:) þeir sem lögðu lið við gerð plöturnar voru margir og gerðu þeir mismikið, litli bróðir Wills stökk meðal annars ofaní sundlaug. Ég ætlaði að reyna útskýra concept plöturnar á íslensku en það var ekki að meika mikið sence þannig ég smelli því bara inn á ensku…

//The concept behind the album was thus: first, a section of the bass guitar riff from Black Foliage (Itself) was taken. Subsequently, “variations” of this part spawned the “animation” tracks. These were then combined with parts of the other songs (which themselves contained parts of other songs) to create the “combination” tracks, creating interludes between the main songs… as it says in the liner notes to the album, “edits within edits within edits…”//

Þræl skemmtilegar pælingar í þessu, þetta er samt mun auðskynjanlegra ef þú hlustar á plötuna og/eða ert með tracklist-an. Seinni plata þeirra er enþá tilraunameiri en sú fyrri en inn á milli eru samt þó nokkur “hefðbundin” rokk lög. Sveitin túraði stíft það sem eftir var af árinu en í lok ársins ákváðu meðlimir bandsins að fara í sitthvorar áttirnar, William C. Hart stofnaði hljómsveitna “The Circulatory System” og Bill Doss fór að gefa út undir nafninu “The Sunshine Fix” en hann hafði verið að nota það þegar hann var að taka upp lög í grunnskóla.

Allavega mæli eindregið með bandinu enda alveg þrusu skemmtilegt, síðan eru Apples in Stereo og Neutral Milk Hotel (“In The Aeroplane Over The Sea” platan er all svakalega”) ekkert verri. Bendið mér síðan endilega á einhverjar stafsetningarvillur (eflaust mikið af þeim) eða staðhæfinga villur sem þið sjáið eða vitið af.

Pleasant Dreams…
ALL GLORY TO THE HYPNOTOAD!