Þetta er alltaf erfitt, í fyrra var ég einmitt í svipuðum aðstæðum, horfði upp á ömmu mína deyja. Við vorum MJÖG nánar alla tíð, hitti hana alltaf a.m.k. einu sinni í viku og við vorum virkilega góðar vinkonur. Svo greindist hún fyrirvaralaust með krabbamein og dó mánuði seinna. Það er ótrúlega skrýtið hvað maður náði að undirbúa sig á þessum mánuði. Ég samt gerði persónulega ekkert til þess, en það fer ýmislegt fram í kollinum á þér án þess að þú gerir þér grein fyrir því. Reyndu að gleyma...