Ég þekki þetta vel. Persónulega átti ég enga vini á tímabili, svona í kringum lok grunnskóla og fyrstu árin í framhaldsskóla. Það er viðbjóður, ég veit það. Sérstaklega ef fólk er alveg fínt og vinir mans í skólanum, en hefur svo eengan áhuga á manni þegar skólinn er búinn. Málið er bara að vera ekki feiminn. Það getur verið erfitt, en er svoo þess virði :) Og passa að hafa húmor fyrir sjálfum sér, það sýnir svo mikið sjálfstraust, sem breytir miklu. Svo er líka að leita á réttum stöðum ;)...