Ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að margir af þeim sem kalla sig trúleysingja hata Kristni en eru sáttir með og íhuga jafnvel að ganga í önnur trúarbrögð, t.d. Ásatrú. Þó ég sé kristinn þá finnst mér frekar ósanngjarnt ef svokallaður trúleysingi er alveg sama ef e-r er múslimi, hindúi eða Ásatrúar, en ef hinn aðilinn er kristinn þá er það allt í einu rosalega vont.
Ég hef líka tekið eftir að þetta hatur er sjaldan byggt á sterkum rökum. Svo dæmi sé tekið þá segja þeir að kristnin sé grundvöllur heilaþvotts því krökkum er sagt að Guð sé til og passi þá o.s.frv. Er þá ekki líka heilaþvottur að segja börnum að Guð sé EKKI til? <— Rhetorical question!


ATH! Talið endilega um efni þráðarins en ég nenni ekki að fara í “Guð er til/Guð er ekki til” rökræður atm.

Bætt við 15. júní 2009 - 22:43
Þess má geta að ég er ekki í Þjóðkirkjunni.