Nú spyr ég ykkur hugara sem hafið misst nána ættingja eða vini hvernig þið búið ykkur undir andlát.

Afi minn er orðinn mjög veikur og það er eiginlega verið að biða eftir að hann deyji sem verður sennilega eftir nokkra daga.

Ég og frænka min vorum mjög náinn honum afa okkar þegar við vorum yngri og gerðum allt með honum en þegar ég var um 7-9 ára þá fær hann heilablóðfall og varð aldrei eins eftir það. Missti næstum hreyfigetu (hann gat labbað en það var mjög slóvgað) og málgetu(hann gat komið nokkrum orðum uppúr sér)

En við vorum mjög oft með honum þrátt fyrir það og hjálpuðum honum eins mikið og við gátum.

Svo um 14-15 ára aldurinn fær hann aftur heilablóðfall og er lagður inná hjúkrunarheimili og er algjörlega mállaus og gat varla hreyft sig. Hann var hafður í hjólastól eða hafður uppi rúmi allan daginn. Sem er virkilega sorglegt fyrir mann sem var mesti sjómaður á austurlandi á sínum tíma og hafði verið á sjó síðan hann var 11 ára og alltaf unnið eins mikið og hann gat.

Eftir að hann fór á hjukrunarheimilið hitti ég hann ekki nema nokkrum sinnum á ári þvi ég fékk bara kökk i hálsinn að sjá hann svona og inná svona heimili þarsem hann er bara hafður þarna þangað til að hann deyr.

Svo nýlega frétti ég að hann væri orðinn mjög veikur og það er bara verið að bíða eftir að hann deyji. Ég fór í dag með mömmu minni að hitta hann í síðasta skipti. Eg hafði ekki hitt hann í nokkra mánuði en siðast þegar ég sá hann var allavega hægt að hafa smá samræður við hann og svona.

Allavega þá sá ég hann.. uppí rúmi með súrefniskút gjörsamlega hreyfingarlausan að anda mjög grunnt og hávært.

Afi minn var svona týpískt afa legur í útliti með bumbu og svona en eftir að hann fór á þetta andskotans heimili þa er hann buinn að grennast og grennast og grennast og þegar ég sá hann í dag þá var hann bara skinn og bein.

Ég bara spyr ykkur hvernig þið takist á við þetta þarsem maðurinn er að fara deyja og ég get ekkert gert.