Sæl öllsömul
Mig langaði til að segja nokkur orð um það sem ríkisstjórn og þingmeirihluti hefur afrekað svona í byrjun kjörtímabils.
Í fyrsta lagi finnst mér mjög gaman að sjá hvernig hinar víðtæku skattalækkanir sem lofað var fyrir kosningar hafa af einhverjum ástæðum einungist snúið að þeim sem mest eiga en hinsvegar hefur skattur hækkað mest hjá þeim sem minnst eiga.
Þetta sýnir sig mjög vel að lækkaður er skattur á erfðafé þar sem fólkið sem er að erfa foreldra sína er oftast komið vel yfir fimmtugt. Þetta er einmitt sá þjóðfélagshópur sem á einna mest, búin að borga niður flest lán og svona. Þau þurfa ekki á skattaívilnunum að halda.
Í staðin er verið að þyngja skattbyrði á ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum.
Og þegar dæmið er reiknað til enda
En nóg um það. Ég ætla einungis að minnast á samninginn við öryrkja en nóg hefur verið rætt um hann núþegar. Ég vil bara biðja ykkur að hafa hann í huga þegar kemur að kosningum næst.
Næsta mál á dagskrá er frumvarpið um skerðingu atvinnuleysisbóta en tek ofan af fyrir þeim þingmönnum stjórnarflokkana sem þrýstu á félagsmálaráðherra að draga það stórslys til baka.
Svo er frumvarp frammi á Alþingi núna um breytingu á lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Ein aðalbreytingin sem gera á með því er að ríkisstarfsmenn missa andmælarétt sinn sem lögfestur er í 13. gr stjórnsýslulaga.
Í ljósi ummæla Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors við lagadeild HR nýlega um áhyggjur sínar vegna dóma Hæstaréttar, þar sem verið er að dæma lög andstæð stjórnarskrá, verð ég að lýsa áhyggjum mínum vegna frumvarps þessa. Stjórnarskráin er það eina sem bindur hendur löggjafans og mjög slæmt ef hann getur ekki starfað innan þess ramma og virt grunndvallarlög ríkisins.
Ég er mjög hrædd um að hér sé verið að setja enn ein slík lög.
Ef opinberir starfsmenn verða sviptir andmælaréttinum er brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr Stjórnarskrár. 13. gr stjórnsýslulaga nr 37/1993 segir:
“Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft”
Þetta ákvæði gildir um alla í samskiptum sínum við stjórnvöld, sem eru skigreind sem opinberir vinnuveitendur, ríkið, ráðuneyti, sveitarfélög osfrv. Að svipta einn hóp þegna þessum rétti er brot á jafnræðisreglunni. Andmælarétturinn er ein af grundvallarreglum stjórnskipan ríkisins enda nátengd tjáningarfrelsinu. Dómaframkvæmd Hæstaréttar sýnir að hann hefur lagt hana til grundvallar niðurstöðu frá því löngu áður en hún var lögfest, en hana er fyrst að finna í dómi frá 1948.
Þegar reyna mun á þessi lög fyrir Hæstarétti, tel ég mjög líklegt að þau verði dæmd andstæð 65. gr stjórnarskrá og ríkisstjórnin fær enn og aftur skömm í hattinn. Líkt og í Öryrkjadóminum fyrri og Desemberdóminum um stjórn fiskveiða, lögin sem dæmd voru ógild í þeim dómum vöru sett af sömu ríkisstjórn og nú situr.
Svo þótti mér einkar skemmtilegt að sjá, að daginn eftir að boðaður er stórfelldur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sem mun kosta tugi manns störfin sín, kemur fram frumvarp um hækkun launa og lífeyris þingmanna, forseta og ráðherra.
Það þykir mér heldur mikill hroki að leggja fram slíkt frumvarp eftir að hafa sagt að ekki sé til peningur til að standa við gerða samninga við öryrkja eða til að reka mannsæmandi heilbrigisþjónustu.
Gott að vita að skatta“lækkanirnar” eru að skila sér til þeirra sem þurfa á því að halda.

Þetta framferði ríkisstjórnar tel ég merki um valdhroka, hún er búin að sitja of lengi og orðin of örugg með sig. Ég vil biðja ykkur að hafa þessi afrek í huga næst þegar gengið er til kosninga.
Hvað græðum við á því að hafa löggjafa sem ekki getur haldið sig innan ramma lagana?
Hvað höfum við að gera með þjóðkjörna fulltrúa sem ekki þjóna hagmunum þjóðarinnar?
www.blog.central.is/runin