Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Minnimáttarkennd.

í Smásögur fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Já, þetta er erfitt líf. Ég næ alveg þessum pælingum. Þú festist svolítið í “manns” í lokin. Hefði kannski verið í lagi að hafa þetta allt bara í fyrstu persónu?

Re: Pestó kjúklingur

í Matargerð fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Hljómar vel… kannski með hrísgrjónum og salati líka. Úff er ég svöng.

Re: Saga af dreng. 1.kafli

í Smásögur fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Þú ert greinilega mjög hugmyndaríkur þegar kemur að því að upphugsa skondnar eða vandræðalegar aðstæður. Svo koma nokkrar ábendingar: Það væri mun skemmtilegra að lesa textann ef málfræðivillurnar væru færri. Þú byrjaðir á því að segja hvað klukkan er og svo segirðu frá því hvað það var sem vakti Dag. Ætti þetta kannski að vera öfugt? Passaðu á að halda rödd sögupersónanna trúverðugri. Í fyrsta kafla er Dagur grútsyfjaður og “undirbýr þvaglát”. Þetta fannst mér heldur formlegt miðað við...

Re: Saga af dreng. kafli 2

í Smásögur fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég veit ekki hversu langt þú ætlar þér að hafa þetta verk en enn sem komið finnst mér þú fara yfir ansi víðan völl. Fyrsti kaflinn getur staðið sjálfur sem smásaga af ægilegum hrakfalladegi. En þegar komið er í annan kafla fer þetta að verða meira eins og ástarsaga og þá er ég ekki viss hvað allar þessar hrakfallasögur og samskipti við systur Dags (eða kærastann hennar) og að þýða. Það kemur kannski í ljós í síðari köflum. Þú ert ansi nálægt því að vera í mótsögn við sjálfan þig. Í fyrsta...

Re: Nýja ríkisstjórnin

í Smásögur fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Þetta er aldeilis viðburðarík saga. Ég veit ekki einu sinni hvað á að kalla svona sögu. Ein og ein svona saga finnst mér hressandi. Ég held samt að þær megi ekki vera lengri en þetta, ég hefði allavega ekki þolinmæði í mikið meira. Þetta mjög vel gert hjá þér hvað snertir málfar, stafsetningu og uppsetningu.

Re: Albert

í Smásögur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Skemmtileg tilraun vissulega. Þetta er stíll sem hefur verið notaður í barnabókum (ef ég man ennþá svo langt aftur) en engin ástæða til að hann einskorðist við barnabækur. Ég veit að þú ert að reyna að brjóta upp hið hefðbunda og gera tilraunir. Þetta er ekki kvæði sem ort er undir hefðbundum hætti. En sumar hendingar hjá þér eru svo langar að rímið í endann týnist. Þar finnst mér mikil fyrirhöfn fara fyrir lítið. Og þótt bragfræði hafi verið með því leiðinlegasta sem ég var neydd til að...

Re: Menntaóþarfamálaráðuneyti.

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég hef ekki fylgst náið með málinu en menntastofnun þar sem skrifstofu- og rekstrarkostnaður er hærra hlutfall af heildarrekstrarkostnaði en launakostnaður er eitthvað mikið að. Þegar stofnun af þessu tagi greiðir út arð er ennþá meira að. Sem skattgreiðandi krefst ég þess að ríkisfjármunum sé ekki hellt í einhverja svartholsvasa og þetta verði tekið til athugunar. Sem nemandi í fjársveltum ríkisskólum alla mína tíð hef ég reyndar aldrei skilið hvers vegna einkaskólar sem rukka skólagjöld...

Re: Hrafnsaugun

í Smásögur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Flott saga. Gaman að hrafninn fái einu sinni að vera hetjan frekar en vargurinn.

Re: Líf, dauði og aðrar ofskynjanir.

í Smásögur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Flott saga. Spennandi. Ekki of sýrt þótt ekki hafi farið á milli mála að þau voru „high as a kite“, ef svo má segja. Mér hefði þótt skemmtilegra ef Brynja hefði verið nafngreind alveg frá byrjun. Að nota ‚kvenmaðurinn‘ finnst mér fráhrindandi. Ég hugsa að þú vitir að þú sért að nota enskar gæsalappir en ekki íslenskar, en þarft að passa þig með greinarmerkasetningu og stóran og lítinn staf í kringum þær. Ef þú notar merkimiða (t.d.: segi ég) á eftir beinni ræðu endar hún á kommu (innan...

Re: Kjánaprik (draugasaga)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Nei, ég hef því miður enga frábæra tillögu að titli. Það sem mér dettur helst í hug er: ‘Yfirgefna húsið’, ‘Maðurinn uppi’ (kannski spoiler) og hinn klassíski og lýsandi titill ‘Draugasaga’.

Re: Kjánaprik (draugasaga)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Flottur endir. Nokkrar ábendingar og vangaveltur: Kannski er þetta vegna tæknierfiðleikanna en ef þú ert með beina ræðu og bætir svo við ‘sagði Soffía’ á eftir þá er ekki settur punktur innan gæsalappanna í lokin heldur komma og ‘sagði’ fyrir aftan gæsalappirnar ekki með stórum staf. Er hægt að kippast við en láta samt á engu bera? Soffía bendir (nútíð) á fúinn stigann en afgangurinn af sögunni er í þátíð. “…síðan var allt hljótt og Húbert var horfinn úr augsýn.” Þarna finnst mér þú vera...

Re: Milli svefns og vöku (smásaga)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Þessi saga er aðeins of djúp fyrir minn smekk en þú skrifar vel. Stafsetningarvillur eru fáar (eina sem ég tók eftir er að leiti á ekki að vera með y) og uppsetningin góð. Hrós fyrir það. Það angarar mig svolítið að sögumaður sjálfur spyr sjálfan sig spurningar innan úr höfðinu á sér. Ég hefði frekar viljað að veran við hlið hans spyrði hann spurninganna og leiðbeindi honum jafnvel þótt það væri hann sjálfur með hans eigin rödd. En að vitund spyrjandans og svarandans sé tengd finnst mér of...

Re: Besta bókin

í Bækur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ein sem mér finnst eftirminnileg og hef lesið oftar en einu sinni er Harún og sagnahafið eftir Salman Rushdie. Fallegt og skemmtilegt ævintýri.

Re: Ástarsorg

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Vel skrifuð saga þótt nokkrar málfarsvillur hafi slæðst inn. Ég skil ekki sambandið milli sögupersónanna. Er hún mamma hans? Nokkurs konar fósturmamma? Ástkona? Vinkona? Er sögumaðurinn yfirleitt hann? Sagan heitir Ástarsorg. Ég gekk útfrá því að um væri að ræða rómantíska ást. Hver er aldur sögupersónanna? Hversu langt er liðið síðan hún dó? Síðan þunglyndið byrjaði? Mér finnst yfirleitt auðar línur betri í greinarskilum í texta sem birtur er á netinu. Mættu vera fleiri að mínu mati....

Re: Sumar og Vetur

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Skemmtileg saga. En ég er með nokkrar ábendingar. Mundu, langur listi af ítarlegum athugasemdum er eitt mesta hrós sem höfundur getur fengið. Sem smásaga er sagan fín. Ég hef áhyggjur af því að þú segir að sagan sé brot úr kafla í stærra verki. Ég á erfitt með (án þess að þekkja verkið betur) að ímynda mér hvernig þessi saga ætti að geta passað inn í lengri sögu. Sem skemmtilegt innskot inn í lengri sögu finnst mér hún allt of löng ef þessi saga er ekki því táknrænni eða merkingarþrungnari...

Re: Jæja

í Bækur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég get því miður ekki sagt að þetta sé sérlega sætur sigur, en takk samt.

Re: Kristín Lafranzsdóttir

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ekki ennþá. Ert þú að lesa hana?

Re: The Emperor of Darkness

í Smásögur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Flott saga. Ég hef nokkrar ábendingar. Í efnisgreinum 2-3 kemur orðið ‘again’ fyrir 9 sinnum. Nema þú sért sérstaklega að reyna að ná fram einhverjum módernískum áhrifum með endurtekningum þá mætti sleppa orðinu nokkrum sinnum. T.d. í skipti 2, 4, 5 (eða nota t.d. ‘once more’ í staðinn), 6 væri e.t.v. líka hægt að skipta út fyrir annað orð og sleppa 7 og 8. Spáðu aðeins í hvar þú þarft að hafa ‘again’. Orðið ‘person’ er líka notað svolítið þétt í lok 2. efnisgreinar og upphafi 3. Athugaðu...

Re: Hlátur - gleðiþema - keppni

í Smásögur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Takk fyrir að hafa lesið söguna og gaman að þér skyldi líka hún.

Re: Keppni - Ég get séð um mig sjálf

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Þú ert kannski komin í eldri kanntinn núna fyrir hana og taka verður með í reikninginn að það eru liðin þónokkur ár síðan hún var skrifuð en endilega prófaðu. Gaman að geta vakið forvitni einhvers.

Re: Keppni - Ég get séð um mig sjálf

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ég þakka hrósið. Það var mjög meðvituð ákvörðun að þykjast ekki vera über gáfuleg. Ég hef alveg lesið góðar “gáfulegar bækur” en þær eru oftast bara ekki jafn skemmtilegar ;)

Re: Löng saga

í Smásögur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Hugmyndin um íslenska leyniþjónustu er spennandi. Ef þú ætlar að halda áfram með söguna þá eru nokkur atriði sem þú ættir að íhuga. T.d. ættirðu að reyna að nota minna af tengiorðum. Þú notar mikið af “svo, síðan, þar á eftir” og þess háttar tengingum sem er þreytandi að lesa of mikið af. Ég myndi líka ráðleggja þér að huga að uppsetningunni, skipta allavega um línu þegar ný persóna tekur til máls. Svo gæti líka verið skemmtilegt fyrir þig að íhuga að hafa þetta alveg í svona beinni tímaröð...

Re: Bókmennta- og kartöflubökufélagið

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ég var að klára að lesa hana og mikið ofboðslega er þetta yndisleg bók. Persónurnar eru yndislegar, húmorinn yndislegur og þótt allt sé svona yndislegt þá er langt frá því að allt sem sagt er frá sé dans á rósum. Vekur mann líka til umhugsunar um öll þau lífsgæði sem við göngum að sem sjálfgefnum.

Re: Veronika Decides to Die

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Virkilega góð bók sem Guðbergur Bergsson þýddi á íslensku undir titilinum Veronika ákveður að deyja. Söguþráðurinn kann að hljóma kjánalega en hann er það ekki, hann kann að hljóma eins og að hann sé leiðinlegur eða dapurlegur en mér fannst það ekki. Mig minnir að þetta séu ekki síður pælingar um það að vera öðruvísi og hvað sé geðveiki en bara um að lífið sé stærsta gjöf sem okkur er gefin.

Re: Heyrið nú mig

í Bækur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég er öll af vilja gerð… en á, ótrúlegt en satt, ennþá erfiðara með að finna bók sem ég get kallað uppáhaldsbók en að finna bók sem ég þoli ekki… Ég á oft við svona undarleg vandamál að stríða :S Ég held að þetta sé samt spurning um að setjast niður yfir heligna og skrifa eitthvað niður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok