Gamalt, hrörlegt timburhús stóð galtómt og einmanna í miðbænum.
Það brakaði all hressilega í gólfinu þegar Húbert skreið inn um brotinn gluggann.
,,Vertu ekki að þessu drolli og flýttu þér inn.” Fnæsti Soffía.
Soffía átti að passa hann í kvöld því foreldrar þeirra voru að fara í leikhús. Þau höfðu verið ný farin þegar Soffía stakk allt í einu upp á því að þau kíktu á yfirgefna húsið við endan á götunni. Húbert hafði ekki litist á það en þá hafði Soffía bætt við að Bjartur ætlaði líka að koma.
Bjartur var kærasti Soffíu og algjör töffari. Hann gekk um í leðurjakka, hárið stóð út í allar áttir og var alltaf með vasana fulla af sælgæti. Bjartur var stór, fyndinn og gat allt og ekki vildi Húbert að Bjartur héldi að hann væri heigull.
Syskinin gengu um húsið með sitthvort vasaljósið. Rotta skaust um gólfið og hvarf ofan í litla holu. Köld vindkviða smaug sér í gegnum fúnu veggina. Húbert fékk hroll niður eftir hryggnum.
,,Birr….Mér er kalt. Það..það er ekkert áhugavert hérna. G…getum við ekki farið heim.,” Stamaði Húbert skjálfandi á beinunum.
,,Glætan Húbbi. Þetta verður rosa fjör.,”
,,Soffía, ætlaði Bjartur ekki að hitta okkur hér?,”
,,Jú, hann ætlaði nú að gera það.,”
,,Nú, hvar er hann þá?,”
,,Æi, Arnólfur hefur örugglega náð honum.,” Svaraði Soffía.
,,Ha? Um hvað ert þú eiginnlega að tala?,”
,,Arnólf auðvitað. Skelfilega getur þú verið vitlaus stundum. Hann átti þetta hús og var myrtur á hrottalegan hátt og hefur síðan ráfað um húsið í leit að hefnd. Þetta vita allir.,” Það heyrðust dynkir fyrir ofan þau. Systkinin kipptust við af hræðslu en létu á engu bera.
,,Ég þori að veðja að hann hafi náð Bjarti.,”
,,Ég trúi þér ekki. Þú ert alltaf að stríða mér og ég er orðinn hundleiður á því. Mig langar að fara heim.,” Vældi Húbert.
,,Aumingja litla smábarnið er orðið hrætt og ætlar að hlaupa til mömmu.,” Sagði Soffía og brosti illkvitnislega.
,,Nei, ég er ekkert hræddur.,” Andmælti Húbert reiðilega.
,,Þú ert það víst, skræfan þín.,”
,,Nei, ég er það ekki.,”
,,Sannaðu það þá.,”
,,Hvernig þá?,”
,,Farðu þarna upp og gáðu hvaðan þessi hávaði kom.,” Segir hún og bendir á fúinn stigann. Húbert starði skelfingar augum á systur sína en ákvað að þetta væri tækifærið til að sýna hvað hann væri hugrakkur. Hann gekk hægt í áttina að stiganum og upp. Soffía horfði á eftir honum ganga upp stigann. Það brakaði í hverju skrefi síðan var allt hljótt og Húbert var horfinn úr augsýn. Allt í einu heyrði hún brak og bresti koma úr öllum áttum og var orðin annsi hrædd. Hún beið í dálitla stund í vonum að Húbert kæmi fljótt aftur en enginn kom.
,,Hvað ertu að gera? Hvað sérðu þarna uppi?,” Æpti hún en fékk ekkert svar.,,Húbbi?,” hún æpti enn hærra. ,,Húbbi svaraðu mér. Hvað sérðu þarna uppi?,”
Það heyrðust dynkir og hávaði fyrir ofan. Hún fann ískaldar hendur taka utan um axlirnar á sér og fann andardrátt dauðans upp við eyrað.
,,Þarna náði ég þér.,” Sagði djúp rödd.
Soffía öskraði af hræðslu, snéri sér við og mætti glottinu á Bjarti.
,,Ég skal svo leiðis kála þér Bjartur. Ég fékk næstum hjartaáfall.,” Gargaði hún en Bjartur hló. Húbert kom hlaupandi niður stigann.
,,Hvað gerðist eiginnlega? Er allt í lagi?,”
,,Það gerðist ekki neitt. Allt í fínasta lagi.,” Flýtti Soffía sér að segja og horfði reiðilega á Bjart. ,,Af hverju svaraðir þú mér ekki þegar ég kallaði á þig?,” Spurði hún Húbert.
Húbert horfði skömmustulega á gólfið og hvíslaði:
,,Maðurinn uppi sagði að ég ætti ekki að gera það!,”

Jó. Ma
Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting