Veronika Decides to Die er bók frá árinu 1998 eftir Paulo Coelho. Paulo er þekktastur fyrir bókina sína The Alchemist sem kom út árið 1988 og prýðir einnig myndakubb áhugamálsins þegar þetta er skrifað.

Veronika virðist eiga hið fullkomna líf, hún er falleg, gáfuð, á vini og fjölskyldu, en einn daginn ákveður hún að deyja. Hún tekur of stóran skammt af verkjalyfjum en allt kemur fyrir ekki, hún lifir af. Veronika vaknar aftur til lífsins á geðsjúkrahúsinu Villete þar sem hún kemst að því að hún á aðeins viku eftir ólifað. Í stað þess að eyða þessari viku í að vorkenna sjálfri sér eða reyna að finna leið til að lifa af, ákveður hún að upplifa allt sem hún hefur aldrei þorað að upplifa, þar á meðal hatur, ást og kynferðislega uppgötvun.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."