Rauðu stafirnir á vekjaraklukkunni sýndu 5:50. 3 tímar í viðbót sem gæti nýst í svefn, 3 klukkutímar þangað til raunirnar halda áfram. Hann vaknaði við einhvað þrusk frammi, velti fyrir sér hver það væri sem gat ekki sofnað þessa nóttina. Það var mismunandi, stundum mamma, stundum pabbi.
Núna voru það óhljóðið í vekjaraklukkunni sem vöktu hann, vekjaraklukkan var staðsett í hillusamstæðunni á móti rúminu, of langt frá til að teygja hendina út og ýta á snooze takkann án þess að velta úr rúminu.

Helgin var búinn og veruleikinn tekinn við á ný. Dagur settist upp í rúminu. Teygði sig fram og þreifaði sig áfram til að slökkva á vekjaraklukkunni. Loks þagnaði hún og stafirnir sem höfðu sýnt 7:40 hurfu. Hann hefði ýtt á vitlausan takka en honum var sama. Yfirbugaður af þreyttu staulaðist hann fram. Kunnulegt hljóðið í kaffikönnuni ómaði inní eldhúsi. Spígsporandi og valtur af þreytu komst hann inná baðherbergi. Hann hallaði sér upp við veggin hjá klósettinu og undirbjó þvaglát þegar hann fattaði að best væri að setja klósettsetuna upp. Þar á eftir bar hann kremið framan í sig. “Þetta heldur þér ferskum” hefði mamma hans sagt. Kremið var klisjukenndara en venjulega. Þegar hann skoðaði dolluna nánar, stunaði upp úr sér íslenskum og enskum blótsyrðum. Hann hefði sett einhvað júgursmyrsl framan í sig. Í pirringskasti tók hann upp næsta handklæði og þvoði það af sér. Inní eldhúsi var engin. Hann leit á stundartöfluna og fann kvíða í bland við pirring þegar hann sá íslensku, lífsleikni og stærðfræði tímana sem framundan voru. Hann fann á sér að þessi dagur mundi enda í enn einu þunglyndiskastinu.

Hann pakkaði í skólatöskuna og undirbjó sig til fara þegar heiftarleg blótsyrði litu dagsins ljós inná baðherbergi. Það var pabbi sem var þar að verki. Best að koma sér af stað hugsaði Dagur með sér þegar hann heyrði pabba sinn röfla einhvað um klístrað handklæði og að nú mætti hann of seint í vinnuna því hann þyrfti að endurtaka sturtuna til að ná því af sér.
Dagur fékk sér sæti á bekk fyrir utan kennslustofuna. Hann svipaðist um eftir stelpunni sem fékk sér alltaf sæti fyrir utan kennslustofuna á móti. Hann vissi ekkert um hana nema að var alltaf mætt þangað á sama tímanum , og í sömu röndöttu flíspeysunni. Hún var ekki mætt, kannski var strætóin seinn. Kári sá fyrir sér hálfsofandi pabba sinn hafa ekið á strætóinn og tafið alla. Eftirköst af smyrslinu hugsaði hann með sér og glotti.


Restin af deginum leið hjá án merkilegheita, reyndar missti einhver kókómjólk á löppina hans þegar hann hafði setið djúpt hugsi yfir námsefni.
Á leiðinni heim rann hann í polli. “Algjörlega frábært” hreytti hann útúr sér. “Jæja, þetta dregur að minnsta kosti athyglina frá kókómjalkar lyktinni”.
Þegar hann kom heim hringdi síminn. Það var systir hans, Dagný. Bílinn hennar var bensínlaus. “Geturu nokkuð sótt mig?” spurði hún. “Jájá, veistu um einhvern sem getur kennt mér að keyra og reddað bílprófi á fimm mínutum því ef svo er þá er ég á leiðinni”. “Æjj láttu ekki svona maður, komdu bara til mín í strætó með peninga fyrir bensini eða einhvað”


45 mínutum seinna steig hann útúr strætó fyrir framan bílastæðið þar sem systir hans beið. “Voðalega varstu lengi maður” “Já, allir hvítu hestarnir fyrir björgunavætta yngra meyja í nauð voru fráteknir svo ég þurfti að koma í strætó”. “Já wöttever maður, ertu með monní?” “Já og þar sem þetta er eini peningurinn sem ég á eftir skuldarðu mér feitan greiða ok?”. “Jájá farðu nú uppá stöð og settu bensín í brúsa fyrir mig” “Ég? Þarf ég líka að gera það?” sagði hann pirraður. “Ok ég skal gera það en út þennan mánuð þá er ég kominn í frí frá vandræðunum þínum”. “Jájá bara drífðu þig” svaraði systir hans um leið og hún tók að senda sms skilaboð á gemsanum. “Og eitt enn, hvað í fjáranum er júgursmyrsl eiginlega” kallaði hann til hennar. “Afhverju í fjandanum ertu að pæla í því?” “Nú….bara sko, bara afþví sko” stamaði hann uppúr sér óviljugur til að segja frá atvikinu um morguninn.
Þegar hann kom á bensínstöðunna og bað um bensín á brúsa leit afgreiðslukonan á hann eins og hún vildi segja “Enn ein andskotans unglingurinn sem hefur ekki vit á að gá hversu mikið bensín er á bílnum og lendir svo í vandræðum”. Hún tók upp vasaklút og snýtti sér vel og lengi og sagði svo áhugalausum rómi “Farðu á dælu 4” svo fór hún að snyrta neglurnar. “Ok takk” sagði Kári og glotti “Svona lítur grýla út” hugsaði hann. Það var eins og konan vissi hvað hann hugsaði og leit upp frá nöglunum og gaf honum heiftarlegt augnaráð.

Þegar hann sneri aftur til systur sinnar var hún að fara að fordæmi bensín stöðvar konunar og var í óða ónn að snyrta neglurnar. “Æ, takk gæskan, lentirðu nokkuð í veseni?” Spurði hún. “Nei, ég lenti samt í hálfgerðu orðaskakki við konu sem ég er 95% viss um að sé að minnsta kosti nákominn ættingi grýlu”. “já ok, heyrðu nenniru að setja bensínið á bílinn?” “Ohh gerðu einhvað sjalf!”. “Ok vá fæn then, djísus herra skapstyggur og afhverju angarðu eins og kókómjólk?”

Eftir að hafa komið við hjá nokkrum vinkonum hafði systir hans loksins fyrir því að skutla honum heim. Hann kom inn og tók strax eftir júgursmyrsl dollunni við hliðina á gleraugum pabba síns. Honum fannst þetta vera skilaboð frá pabba sínum eins og “Ég veit að þetta varst þú” Hann fann foreldra sína inni í eldhúsi. “Þetta er eins og kraftaverk, alveg ótrúlegt” heyrði hann pabba sinn segja. “Hvað er ótrúlegt?” spurði hann. “Einhver asni hafði klínt út handklæðið mitt með kremi og veistu hvað! Ha?” “Nei” svaraði hann tregur og vonaði að ekki kæmist upp um hann. “Húðin á mér ha? Hefur aldrei verið eins mjúk! Haha þetta er alveg yndislegt” “Ha” stamaði Dagur. “Ja hérna, og ég sem gerði grín að mömmu þinni fyrir að nota svona drasl”. “Já, einmitt” svaraði Dagur, bæði feginn og furðu lostinn. Pabbi hans hélt áfram “Og að hugsa sér að ég var svo upptekinn við að reyna að ná þessu undraefni af í morgun að ég keyrði utan í strætó!”. Dagur glotti.