Sumar og Vetur


,,Mig langar svo að segja þér söguna af ást Sumars og Vetur.”
,,Ætlar þú þá loksins að segja mér hana?”
,,Ef þú verður kyrr en hún er löng svo það mun kosta sitt.”
,,Hvað mun það vera?”
,,Einn koss frá vörum þínum. Hvorki meira né minna.”
,,Hann skaltu fá.” Ég beygði mig fram til að kyssa hann og þá tók hann utan um hnakkann á mér með annarri hendinni og togaði andlitinu á mér til sín þar til varir okkar mættust. Hann kyssti mig af áfergju svo mig svimaði af gleði. Mig langaði að liggja svona að eilífu en þá færði hann sig frá mér svo hann lá á hægri síðunni og strauk mér um kinn og hár með vinstri hendinni. Ég horfði djúpt í blágrænu augu hans sem voru líkt og djúpt haf.
,,Ég hef saknað þín.” Sagði ég og kyssti hann.
,,Ég hef saknað þín líka vina mín. Eins dásamlegur og þessi eini koss var þá áttu mínu löngu, sorglegu sögu skilið að heyra mín kæra." Hann dróg djúpt að sé andann.
,,Ég ætla að segja þér frá fæðingu árstíðanna en sú saga á sér að reka langt aftur í tímann. Allt var ungt og ástin blómstraði. Andar sveimuðu um heiminn og tvær gyðjur að nafni Dög og Nótt ásamt stríðsgoðinu Sól og allir afkomendur þeirra var skylt að sjá um Jörðina.
Dög og Nótt voru nánar og litu á hvora aðra eins og systur. Samt sem áður voru þær gjörólíkar líkt og nöfnin benda til um. Dög var áköf í öllu, kærulaus og framkvæmdi allt af einstakri hvatvísi en veikgeðja og gat tekið öllu misjafnlega. Hún átti það til að vera reið og gáskafull við hið minnsta tilefni. Á meðan Nótt var ábyrgðarfull, skynsöm, hógvær og sýndi sjaldan tilfinningar sínar nema þegar fauk í hana. Það eina sem þær áttu sameiginlegt var að þær voru báðar skapmiklar og urðu fyrir þeirri óheill að verða ástfangnar af sama manninum.
Dög var mun opnari en Nótt og sagði Nótt strax að hún væri yfir sig ásthrifin af Sól og hafði ekki hugmynd um að það var Nótt einnig en fannst skrítið hvað Nótt varð undarleg á svipinn. Nótt gat engan vegin sagt vinkonu sinni að hún og Sól höfðu verið að hittast á laun. Vonaði bara að þessi hrifning vinkonu sinnar myndi dvína.
Dög átti það til að ýkja hlutina. Hún hafði oft verið bálskotinn í mörgum guðanna en síðan hafði hrifningin horfið jafn fljótt og hún hafði komið.
Ekki svo löngu síðar hitti Dög Sól einan. Hún fleygði sér í fang hans og mælti öll sín ástarkvæði. Hún sagðist gera allt fyrir hann en þá sagði hann henni að hann gæti ekki þegið ást hennar því hann elskaði aðra. Dög varð æf og spurði hver sú stúlka væri. Hver gæti verið fegurri en hún? Hann sagði að það kæmi henni ekki við. Hún varð sár og hét sjálfri sér því að hún skyldi komast að því hver þessi kvensa væri. Hún elti Sól eins oft og hún gat og komst fljótt að því að ástin hans var hennar eigin systir. Hún kom að þeim í fangi hvors annars. Sú sjón stakk hana í hjartastað svo blæddi. Hún mælti ekki orð af vörum heldur fór og syrgði tapaðri ást sinni. Hún varð svo sár að hún leitaði til Stjarnanna.
Stjörnurnar voru þekktar fyrir að vera undirförlar, vitrar nornir. Dög bað þær að hjálpa sér að tæla Sól og gefa sér seyði er gæti fyllt hann af innilegri ást til sín. Stjörnurnar sögðust geta það en eitthvað urðu þær að fá í staðin. Þær vissu að börn Dagar og Sólar yrði hæfileikum gædd og báðu hana um að gefa sér frumburð þeirra. Hún samþykkti þetta en sá eftir því um leið og Sól var hennar. Sól sagði Nótt að hann vildi aðeins Dög og þau myndu verða lofuð hvort öðru.
Í fyrsta sinn sá Dög hvernig Nótt raunverulega leið. Nótt var niðurbrotin af sorg.
Við hjónavíxlunina reyndi Nótt að tala við Dög. Hún vildi að þær yrðu vinkonur áfram en Dög gat ekki horft í augu við Nótt. Hún var ekki al ófyrirleitin. Blygðunin var óbærileg. Hún vildi bæta Nótt þetta upp einhvern veginn. Hún bað því Sól að kynna Nótt fyrir Mána sem var næstum jafn háttsettur og Sól. Sól sagði Dög eftir á að þetta hafði verið vel til fundið af henni. Nótt hafði tekist að heilla Mána með augnaráðinu einu saman.
,,Heillaði Nótt þig jafn auðveldlega og hann?” Missti Dög út úr sér.
,,Hvað meinar þú elskan mín? Þú ert sú eina sem getur töfrað mig. Það veistu.” Orð Sólar íþyngdu hug hennar.
Sól elskaði Dög og dáði en hún vissi að ást hans var ekki sönn og það nísti hjarta hennar. Það versnaði þegar fyrsta barn þeirra var fætt. Gullfallegur drengur. Það var líkt og hjartað væri rifið úr henni þegar Stjörnurnar tóku barnið frá henni. Hún grét og öskraði en þær hlustuðu ekkert á beiðni hennar um miskunn. Sól hafði verið í sjöunda himni yfir því að eignast son, kiknaði af vonsku og nánast réðist á kellingarnar þegar þær sóttu drenginn. Þær hvæstu því að honum að þetta var samningur þeirra og eiginkonu hans og hann gæti ekkert gert í því. Samningar í Guðaheiminum var ekki hægt að rjúfa án þess að svikarinn dæi. Hvort vildi hann frekar? Soninn eða stúlkuna? Þær myndu fara vel með drenginn. Hann skildi heita Halastjarna og verða einn af þeim. Þeim hafði lengi langað að hafa pilt á meðal þeirra.
Hann sagði ekki auka tekið orð en hann horfði á þær hatursaugum, hverfa með drenginn. Sól spurði hvernig samningur það hefði verið sem hún hafði gert við Stjörnurnar. Dög svaraði honum ekki. Sektarkenndin nagaði Dög en hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja honum hvernig stóð á málunum.
Dög leið svo illa að hún byrjaði að hrinda öllum frá sér. Sól var að deyja úr áhyggjum svo hann fór til Nóttar. Hún varð fús að hjálpa Dög. Sama hversu sárt það var að það þýddi að hún yrði að sjá Sól oftar. Ástina sína.
Nótt var búin að giftast Mána af vinskap en ekki ást. Samt hafði henni tekist að verða þunguð. Hún elskaði barnið sem var á næsta leyti en óskaði þess innst inni að það væri barn Sólar. Henni hafði tekist að fela tilfinningar sínar til hans fyrir Mána en ef hún færi að hitta hann oftar þá var hún hrædd um að Máni myndi takk eftir einhverju. Ef ekki ástinni þá öfundinni í garð Dagar. Hvernig átti hún að hafa hemil á öfundinni? Hún ákvað að reyna. Væntumþykja hennar til Dagar hlyti að vera meiri en afbrýðisemin.
Dög lá í depurð sinni þegar Nótt kom til hennar. Nótt faðmaði hana að sér og strauk á henni hárið og andlit en Dög hunsaði hana. Nótt heimsótti hana oft. Hún reyndi að hugga hana en Dög ýtti henni frá sér. Það var ekki fyrr en einn daginn að Dög horfði í fyrsta sinn framan í Nótt frá því hún byrlaði Sól ástarseyðið. Brast hún í grát og játaði allt.
Nótt hafði sætt sig við að Sól kysi Dög í staðinn ef það var það sem hjartað hans vildi en svikin gerðu hana tryllta af bræði.
,,Hvernig gastu gert honum þetta?,” Hvæsti hún að Dög. ,,Þú getur ekki elskað hann mikið ef þú gast svikið hann svo mjög. Ég hefði aldrei getað gert honum slíkt. Ást mín var hreinni en það.,” Dög grátbað hana að segja Sól ekki frá þessu. ,,Ég skal lofa þér því. Ekki vegna þess að þú eigir hann skilið, síður en svo. Ég kom til þín í leit að sátta en það get ég ekki eftir þetta. Þú keyptir það dýrmætasta sem veröldin hefur upp á að bjóða. Þú keyptir ástina með svikum. Nú get ég ekki talið þig vera vinkonu mína.” Nótt snéri í hana baki og gekk á brott. Þær töluðust ekki einu sinni við þegar Nótt fæddi barn sitt. Það var strákur sem hún nefndi Vetur.
Samviskubitið reif Dög enn meira í sundur en nokkru sinni áður. Sól var að deyja af áhyggjum yfir vanlíðan hennar og þunglyndi. Fyrst hélt hann að það væri vegna drengsins. Hann suðaði í henni um hvers vegna Stjörnurnar tóku hann frá þeim. Hvað hafði hún gjört? Hún svarði honum ekki, starði bara út í bláinn. Augun full af þjáningu. Sól furðaði sig á þessu því hún sem alltaf hafði verið svo kát og glöð sat þarna í djúpri sjálfsvorkunn.
Hún missti næstum vitið. Það var ekki fyrr en næsta barn var á leiðinni að hún fór að taka sönsum eða svo héldu allir. Allir furðaði sig á þessari snöggu breytingu og héldu að það væri einungis út af barninu en svo var ekki. Á meðan hún hafði starað út í bláinn hafði iðrunin breyst í reiði og hatur.
Ef Nótt hefði ekki elskað hann líka þá hefði þetta aldrei gerst. Hún hefði aldrei þurft að taka upp til slíks ráðs að leita til Stjarnanna. Hún hefði aldrei misst ástkæra drenginn sinn. Sól hafði ekki elskað Nótt ef hann hefði haldið að hún ætti engar tilfinningar í hans garð. Hún hafði örugglega gefið honum ástarseyði sjálf. Hræsnarinn og orðið æf að frétta að hennar seyði hafði virkað betur.
Það var ekkert rökrétt við hugsanir Dagar en það sá hún ekki. Hún hafði búið til hatur og reiði sem hún beindi í garð konu sem hafði verið henni sem systir. Hún ætlaði að planta þessu hatri í næsta barni. Það skildi ekki hugsa um annað en að hefnd móður sinnar.
Stúlka fæddist, hraust og sterk. Dög hafði lofað Sól að næstu börn yrðu ekki tekinn frá þeim svo hann varð yfir sig hamingjusamur að fá að halda á litlu dóttur sinni. Hún brosti og skríkti framan í hann. Hann hló á móti og sagði að hún skildi heita Sumar. Hann lagði Sumar í fang móður sinnar. Honum fannst augu Dagar glitra af væntumþykju en það var í raun sigurbros. Vissan um vonandi hefnd.
Árin liðu og Vetur og Sumar ólust upp. Dög plantaði hatursfræinu í sál Sumars með því að segja henni að Nótt hafði reynt að taka föður hennar frá þeim. Henni hafði ekki tekist það en Nótt hafði náð eldri bróður hennar. Dög sagði dóttur sinni að hún skildi beina spjótum sínum að Vetri. Hann var fyrsta barn Nætur og þar sem Nótt tók son Dagar frá henni skildi Sumar gera slíkt hið sama.
Dög og Nótt höfðu skipst á að gæta jarðarinnar en passað sig á að hittast aldrei. Það var erfitt en þeim tókst það. Þegar Sumar og Vetur voru orðin nógu stálpuð voru þau send til jarðarinn til að gæta náttúrunnar. Dög vissi að Vetur yrði sendur þangað líka og sagði Sumar að nú væri tími til kominn að Nótt fengi makleg málagjöld.
Áður en Nótt sendi son sinn til Jarðar sagði hún honum söguna um sig og systur sína. Hún þekkti Dög jafn vel og sjálfan sig og vissi að hún hefði alið Sumar með hatri í hennar garð. Vetur yrði því að gæti sín en Nótt vildi helst að hann fyndi Sumar og hjálpaði henni að vinna gegn þessari reiði sem Dög hafði gróðursett í hjarta hennar.
Vetur og Sumar gengu því um jörðina í leit hvort að öðru.
Mannskepnan var hrædd við allt sem þær þekktu ekki svo þeim báðum hafði verið gefið mannlegan líkama. Þótt líkami þeirra var þannig gerður að hann eltist ekki þá gátu þau fundið fyrir sársauka og mannslíkaminn þeirra gat dáið. Andar geta ekki dáið en þau yrðu að fá nýjan mannslíkama ef eitthvað kæmi fyrir
Bæði Vetur og Sumar gættu Náttúrunnar af kosta gætni. Bæði leituðu þau hvors annars en ekki hittust þau. Líkt og álög lægju á milli þeirra og kæmi í veg fyrir að þau væru á sama stað og sama tíma. Þar til einn daginn….
Sumar elskaði allar lífverur mest þótti henni vænt um hreindýrin. Þau voru svo fágaðar skepnur. Þegar hún gekk um víðavaxinn skóg sá hún fallegasta hreindýr sem hún hafði augum litið. Hann var óvenju stór með þykkan, falleg felld og vígamikil horn. Hún elti hann en hélt sér í góðri fjarlægð. Þegar þau voru kominn í lítið rjóður heyrðist hár hvellur og dýrið féll dautt niður. Sumar öskraði af hryllingi og þá kom veiðimaður hlaupandi inn í rjóðrið.
,,Fyrirgefðu að ég lét yður bregða frú mín góð. Það var ekki ætlunin. Komi þið piltar nú eigum við nóg kjöt til að endast okkur næstu daga.” Tveir yngri menn komu í ljós milli trjánna. Annar var ljóshærður og skegglaus nokkuð myndarlegur en hinn var dökkhærður með bústið skegg og flókið hár.
,,Hvernig dirfist þú að fara svona með veslings dýrið. Þú biður ekki einu sini fyrir öndunum og jarðmóðurinni áður en þú dirfist að njóta þess. Slík óvirðing líðst ekki.”
,,Hvað meinar þú frú? Þetta er aðeins dýr. Heimsk skepna.”
,,Heimsk skepna? Íkorni býr yfir meiri visku um umhverfi sitt en þú. Vanþakkláti maður.” Hún tók upp sverð sem hún hafði í slíðrum við mjöðm sér og afhöfðaði hann. Ungu mennirnir störðu á látin félaga sinn.
,,Brenglaða kerling!” Æpti sá ljóshærði, tók upp byssuna sína og skaut í höndina á henni sem hélt á sverðinu. Sumar orgaði af sársauka og féll á kné. Hún seildist eftir sverðinu með heilu hendinni en hinn var fljótur að hrifsa það af jörðinni. Hann skoðaði sverðið sem Sól hafði gefið henni áður en hún var send til jarðar. Hjaltið var gyllt að lit og brandurinn sjálfur var útflúraður ýmsum táknum sem áttu að gefa eigandanum lukku.
,,Þetta er fallegt sverð. Hví á kona slíkan grip? Við gætum fengið stóran skilding fyrir þetta.” Sagði sá dökkhærði og velti sverðinu milli lófa sér.
,,Hún er líka ansi fögur þótt vitskert sé,” Sá ljóshærði hnykkti höfðinu í áttina að Sumar. ,,Ef við græðum sárið gætum við selt hana fyrir enn meiri pening.”
,,Eða við gætum notið hennar sjálfir núa.” Þeir hlógu.
,,Ja, ég hef ekki notið konu í alltof langan tíma. Ekki getur hún barist mikið um svona sködduð.”Sagði ljóshærði pilturinn, tók hníf úr vasa sínum og sagði henni að leggjast flata á jörðina. Sumar skildi ekki hvernig henni gat hafa fundist hann myndarlegur. Hún ætlaði að þylja upp særingar og álög sem myndi láta jörðina opnast svo þeir myndu falla ofan í djúp hennar þegar allt í einu fann hún að umhverfið kólnaði og dimmdi. Hún skildi ekkert í því. Jörðin var alls staðar hlý þar sem hún var á nánd. Það var svo kalt að hún sá að mennirnir voru byrjaðir að skjálfa úr kulda. Það heyrðist djúp, ógnandi rödd sem skipaði mönnunum að hypja sig héðan eða dauðinn myndi klófesta þá hér og nú.
Sumar sá mennina verða skelfingulostna og hlaupa burt líkt og fætur toguðu. Hún leit við og sá hávaxinn, kraftlegan mann í hvítum loðfelld með undarlegt vopn í hendinni. Nætursvart hár og ísköld blá augu. Fallegur ásýndum og valdamikill. Hún vissi strax hver þetta var.Vetur.
Hann beygði sig niður við hlið hennar. Sumar kipptist við og reyndi að færa sig frá honum. Hann var óvinur hennar. Hún mátti aldrei gleyma því þótt fegurðin ruglaði hana í ríminu.
,,Slakaðu á Sumar. Ég geri þér ekki neitt ég vil bara líta á höndina á þér.”
,,Hvernig veistu hver ég er?”
,,Þótt þeir æðru gáfu þér mannlegan líkama er fegurð þín ekki frá þessum heimi. Mennirnir sjá hana ekki eins skírt og ég en við erum frá sömu veröldinni. Auðvitað veit ég hver þú ert.” Svaraði hann yfirvegaður. Sumar leið eins og kjána fyrir að spyrja svona einfeldningslega. Vetur seildist eftir hendinni hennar en hún kippti henni að sér.
,,Villtu ekki að höndin á þér lagist? Það yrði þeim dýrkeypt að reyna að útvega þér annan mannslíkama ef þér skildi blæða út.”
,,Ég get læknað mig sjálf. Hvernig gæti ég annars treyst þér?”
,,Þú gætir aldrei læknað sjálfan þig almennilega. Var ég ekki líka að bjarga þér frá þessum tuddum eða átti ég að leyfa þeim að svívirða þig?”
,,Ég ætlaði að láta þeim þetta að kenningu verða þegar þú birtist. Ég hefði alveg getað séð um mig sjálf. Kannski hjálpaðir þú mér því þú vilt nota mig sjálfur.”
,,Hvað heldur þú að ég sé? Slík smánun og fantaheit á aðeins maðurinn til í sér. Ég er andi ekki viðbjóðslegt rustamenni. Og hvað traust varðar þá get ég ekkert treyst þér frekar en þú mér. Ég veit að móðir þín hefur fyllt þig af lygum. Og hvers konar andi ert þú sem berð sjálf ekki virðingu fyrir lifenda lífi.”
,,Hvernig vogar þú þér? Það er Nótt sem sveik mömmu. Hún fékk Stjörnurnar til að stela bróður mínum og síðan reyndi hún að krækja í föður minn.”
,,Nei, það hefur hún aldrei reynt. Dög byrlaði Sól ástarseyði sem Stjörnurnar gáfu henni í skiptum fyrir frumburð þeirra. Sól elskaði móður mína en ekki þína. Dög kennir móður minni um þetta allt því hún vill ekki horfast á við raunveruleikann. Hún fyllti þig illgirni til að ná fram hefndum á þjáningunum sem hún skapaði handa sjálfri sér. Þú ætlaðir að reyna tortíma mér en þú ættir að vita betur. Ég get ekkert dáið frekar en þú. Ég myndi aðeins fá annan líkama og þú yrðir ávítuð. Til hvers vildu orsaka okkur bæði óþarfa fyrirhöfn? Við eigum bæði að sjá um jörðina ekki útrýma hvoru öðru.”
,,Hversu vitlaus heldur þú að ég sé? Drepa þig væri tilgangslaust en ég gæti alveg séð um jörðina ein án þinnar hjálpar. Ég ætla að sanna það fyrir öllum og niðurlægja þig. Bæði sem hefnd móður minnar og öllu því vonda sem þú sagðir núna um hana.”
,,Miða við aðstæðurnar sem þú ert í núna virðist það heldur ólíklegt að þú getir séð um jörðina ein.”
,,Þetta var óhapp sem gerist ekki aftur. Þú ert heldur ekkert að vernda náttúruna. Þú svæfir hana. Hverskonar vernd er það?”
,,Allir þurfa hvíld og ró. Mér sýnist þú ekki hugsa vel um hana heldur. Þú varst að drepa lífveru rétt í þessu því hann sýndi náttúrunni lítilsvirðingu en hann verður að nærast eins og allir. Ekki sýndir þú náttúrunni tillitsemi hvað varðar sköpunarverk hennar.”
,,Hann var virðingarlaus ónytjungur. Hann bað ekki eina einustu bæn né þakkaði fyrir. Ég skynjaði hreindýrið afsaka sig og þakka fyrir á meðan hann át grasið en ég skynjaði ekkert slíkt frá þessu kvikindi. Vinir hans voru engu betri. Náttúran þarf að vera lifandi og frísk til að geta varið sig.”
,,Mannskepnan er grimm, hrokafull og skortir allan sóma en hún mun lagast en það verður þú að gera líka.” Vetur tók upp smyrsl og teygði sig enn og aftur eftir hendinni hennar og í þetta sinn streittist hún ekki á móti. Hann hreinsaði sárið með smyrslinu og lagði höndina á sér yfir hennar og kyrjaði þulur. Sumar fann kraftinn sem streymdi frá honum yfir í meiddu höndina. Þegar hann lyfti hend sinni frá hennar var sárið gróið.
,,Hvernig getur þú trúað því að mannskepnan skáni?”
,,Ef ég á að vernda náttúruna þá verð ég að hafa trú á sköpun hennar.”

Það var langur tími liðinn frá fyrsta fundi Sumars og Vetur. Sumar gat ekki hætt að hugsa um Vetur. Frá því hún verið send til jarðar að vernda náttúruna hafði hún verið einmanna. Einu verurnar sem hún hafði umgengst voru dýrin og ekki veittu þau mikinn félagskap eða huggun. Hún þráði sinn líka og Vetur var sá eini sem hún hafði þótt þau höfðu aðeins rifist þá var það betra en tómleikinn.
Að vísu hitti hún æðri anda stöku sinnum þegar þau höfðu verkefni handa henni en það var ekki eins. Hún þráði að hitta Vetur aftur. Þótt hann héldi margt illt um Dög þá gæti hún kannski fengið hann til að skipta um skoðun. Hún ákvað að leita að honum en fyrst skildi hún hitta Dög og spyrja hana um hvort það væri eitthvað til í því sem Vetur hafði sagt um ágreining þeirra Nætur.
Dög kom æðandi á móti henni um leið og hún kom inn í andaheiminn.
,,Tókst þér það? Niðurlægðir þú hann svo hann og Nótt verða svipt úr öllu valdi? Ég hlakka til að sjá vonbrigðin í augum Nóttar. Sorgin mun nísta hana eins og hún hefur kvalið mig.” Æpti Dög áköf. Í fyrsta sinn sá Sumar hvað Dög hagaði sér geðveikislega. Þessi óstjórnalega þráhyggja fyrir hefnd.
,,Nei, móðir. Það voru menn sem réðust á mig og Vetur bjargaði mér og hann sagði mér að þú hefðir gert samning við Stjörnurnar um að ef þær myndu sjóða ástardrykk handa föður mínum svo hann myndi elska þig en ekki Nótt. Og í staðin fyrir það fengju þær fyrsta barnið ykkar. Er eitthvað til í þessu?”
,,Þú hefur sem sagt ekki gengið frá þessu eftir allan þennan tíma hef ég verið þolinmóð. Hvað hefur þú gert? Ekkert! Vanþakkláta barn.”
,,Þú svaraðir ekki spurningu minni. Gafstu pabba ástardrykk? Gerðir þú samning við Stjörnurnar?”
,,Hvernig dirfist þú að efast mig? Vetur og Nótt hafa snúið þér gegn mér.”
,,Vetur bjargaði mér. Hann var ekkert nema almennilegur við mig þótt ég hreytti framan í hann leiðindum og ókvæðisorðum.”
,,Það er bara hluti að plottinu þeirra. Hann fær þig til að treysta sér síðan svíkur hann þig.”
,,Hvernig veistu það? Hefur honum tekist að fanga hjarta þitt jafnt sem hug þinn?,” Hvæsti Dög. Sumar svaraði ekki. ,, Svo þannig standa á málunum. Þú hefur svikið mig. Þú ert jafn slæm og hún. Ég bjargaði honum föður þínum frá henni. Hann elskaði hana. HANA. Hún hefði bara valdið honum óhamingju. Það er ég sem hann þurfti á að halda. Hún elskaði hann í rauninni ekki en það gerði ég. Hún átti hann ekki skilið. Rétt eins og þú átt ekki skilið að vera dóttir mín. Þú ert mér einskis virði. Þú hefur brugðist skyldum þínum sem dóttir og því afneita ég þér. Ég vil ekki sjá þig framar.”
,,Eins og þú vilt móðir sæl.”
,,Ég er ekki mamma þín. Hef aldrei verið og mun aldrei verða.” Lokaorð Dagar bergmáluðu í hjarta Sumars.

Vetur fann Sumar grátandi á jörðinni. Hann tók utan um hana og strauk burt tárin úr augunum á henni. Hún sagði honum hvað hafði gerst. Hún skildi ekki hvernig hún hafði ekki komið auga á geðveikina sem hrjáði Dög. Þrátt fyrir það þótti henni vænt um móður sína. Hún hafði alið hana upp. Nú var Dög búin að afneita henni því hún gat ekki drepið óvin hennar.
Vetur og Sumar eyddu löngum stundum saman og smá saman byrjuðu að elska hvort annað.
Vetur sagði henni þá að hún gæti lifað án Dagar því hann myndi elska hana að eilífu.
Þau trúlofuðust með samþykki Nóttar og eignuðust Vor og Haust. Frá því hafa þau öll fjögur gætt náttúrunnar.”
Hafsteinn hvíslaði síðustu orðin að mér þar sem við lágum í faðmi hvors annars.
,,Þetta er svo falleg saga en sorgleg. Ég vorkenni Dög og Nótt en sérstaklega þó Sól sem er farið með líkt og eitthvert leikfang. Ég þakka þér fyrir að segja mér hana.” Ég kyssti hann á kinnina.
,,Gott að þú ert ánægð með hana enda er hún ætluð þér.”

Jó. Ma










Þessi saga er brot af skáldsögu sem ég er búin að vera að vinna í og er þetta brot úr 8. Kafla og heitir sagan Tár hafsins. Mig langar að sjá hvernig viðbrögð ég fæ af þessari smásögu áður en ég ákveð að senda fyrri kaflana af skáldsögunni sjálfri.

-Jó.Ma
Why be normal, when strange is much more interesting