Heyrnaskertun og áhrif þess á líf mitt. Hér í þessari grein ætla ég að tala um heyrnaskertun og hvernig það hefur haft áhrif á mig.

Þetta byrjaði allt þegar ég var ca 4 ára, ég var bara venjulegur strákur alltaf að slasa mig og var ofsalega hamingjusamur.
Einn daginn þá var ég úti að leika mér þegar mamma kallaði á mig, hún kallaði og kallaði en ég svaraði henni ekki, ég heyrði bara ekki í henni. Hún hélt áfram að kalla og fór að ná í mig, ég heyrði hana ekki koma, ég heyrði ekkert í henni fyrr en hún var komin alveg uppað mér og tók mig upp og húðskammaði mig fyrir að
hlaupa í burtu og ekki svarað henni.
Þetta gerðist nokkuð oft og voru foreldrar mínir orðnir nokkuð áhyggjufullir útaf þessu máli svo þeir sendu mig í heyrnarmælingu á Heyrna og Talmeinastöð Íslands og útkomman var sú að ég hafði skerta heyrn, s.s. ég er heyrnaskertur.
Þetta voru ekki skemmtilegar fréttir þegar mér var sagt frá þessu og líf mitt breyttist gjörsamlega eftir þetta.
Ég þurfti að gangast undir ýmis próf og skoðanir en aldrei var mér sagt ‘hvað’ var að, afhverju þetta var svona en eina svarið sem ég fékk var að þetta gerist bara og enginn getur útskýrt afhverju.
Ég fékk heyrnartæki sem hjálpuðu mér að heyra betur og þau hjálpuðu mér mjög mikið, ég heyrði miklu betur og allt var miklu betra.

Í Grunnskóla (1-7 bekk) þá var mér strítt útaf þessu, ekkert neitt ofsalega mikið en þó það var þarna og hafði áhrif á mig.
Eitt atvik sem gerðist þegar ég var í 4. bekk minnir mig þegar við krakkarnir vorum í rúbbí í frímínútum, ég var með og það var mjög gaman þangað til annar drengur skellur á mig og ég lenti á hlið á jörðinni. Ekkert neitt alvarlegt en þó mig blæddi í eyranu, þá hafði ‘tappinn’ brotnað sem er úr hörðu plasti og skorið smá skurð í eyrað.
'Tappinn' er staðsettur þannig að hann situr í blöðkunni(eyranu) og er svona endastöð heyrnatækisins, hann sér um að koma hljóðinu til skila eftir að tækið er búið að magna hljóðið.
Myndin sem fylgir með sýnir heyrnatæki sem ég er með. Tappinn er þetta sem er í eyranu og það sem er oná því (bakvið blöðkuna) er tækið sjálft.
Eftir 7. bekk þá var hætt að stríða mér útaf þessu og ég eignaðist fleiri og fleiri vini og allt varð bara miklu betra :)

Núna er ég 16. ára, eða verð það 20. Júlí eftir 2 daga miðað við daginn sem ég skrifa þessa grein. Því meir sem ég eldist því meir verð ég minna var við þessi tæki og núna þegar tækninni hefur fleygt fram þá er þetta svo miklu auðveldara. Ég hef alltaf verið mjög feiminn við að segja fólki frá þessu því það tekur ekki eftir að ég geng með heyrnatæki því ég er með rétt nógu mikið hár til að hylja tækin svo það er soldið erfitt að skrifa þessa grein vitandi að fólk muni lesa þetta :Þ
Þegar ég verð eldri þá á ég von á því að tæknin verði svo góð að ég get farið í sund án þess að þurfa taka tækin af mér og heyra eiginlega ekkert, að heyrnatækin verði þannig að einhver smá örflaga sé grædd í eyrað og ég get heyrt í sundi og þarf ekki að óttast að tækin blotni og skemmist.

Endilega ef þið eigið einhvern vin sem er heyrnaskertur þá endilega talið við hann um þetta og segið honum að þið takið ekkert eftir þessu og þið álítið hann ekkert minni mann afþví hann er svona :) Treystið mér, vinurinn blómstrar af gleði eftir það.

Kveðja, Gulli
osomness