Ég fór með tíkina mína til dýralæknis á miðvikudaginn í sprautu, ormahreinsun og að láta klippa á henni klærnar (þori ekki að klippa þær sjálf því þær eru svartar)

Ég fór með hana upp í Garðabæ, og hún var orðin svaka spennt í bílnum. Þegar við komum inn þá byrjaði hún að gelta eins og vitleysingur, og allir horfðu á mig eins og ég væri með brjálað naut í bandi. Ég auðvitað reyndi eins og ég gat að þagga niður í henni, en gekk lítið, það sem að ég var með 2 börn með mér og allt fór í flækju.
En jú, hún róaðist þó að lokum og fékk parvo sprautuna og ormapilluna, þá kom að því að klippa klærnar .. ÚFFF!!!
Ég reyndi að segja lækninum að ég treysti mér ekki í þetta því að tíkin bæði HATAR að láta klippa klærnar og líka af því að þær eru svartar, þannig að hún bað mig um að halda henni, sem og ég gerði. Ég ríghélt í þetta 10 kílóa kvikindi eins og ég ætti lífið að leysa, en vá, hún endaði með því að skríða uppá öxlina á mér og sat þar eins og hræddur köttur :(
Ég var farin að vorkenna henni hrikalega mikið, en þetta var bara rétt að byrja. Dýrinn kallaði í kollega sinn og bað hana um að halda í hundinn, en það fór á sama veg, hún endaði uppá öxl á henni líka. Þá var tíkin lögð niður, og haldið í “skrúfstykki” hún gat ekki hreyft sig neitt greyjið :( Og það var bara búið að klippa 3 klær, þannig að það var slatti eftir. Þegar hún byrjar að klippa fer tíkin að væla alveg rosalega mikið, hún beinlínis grét af hræðslu og barðist alveg rosalega mikið um, og ég var alveg komin að því að biðja þær um að hætta þessu, þær voru ekkert að meiða hana, en hávaðinn í tíkinni var eins og það væri verið að drepa hana :(
Þegar það var búið að klippa framloppurnar hætti hún að berjast um og lá bara og vældi og hún var svo brjóstumkennanleg að mér leið hrikalega illa, hún var alveg búin að gefast upp, og kúkaði á borðið og pissaði líka, hún var það hrædd!

Þegar þessu var lokið stóð hún upp og reyndi að hlaupa út :/ Þá sá ég líka að hún hafði klórað konuna sem hélt henni alveg ferlega illa, og það blæddi slatta úr henni. (mér leið alls ekki betur við að sjá það)

Til að toppa þetta allt mælti dýralæknirinn með heilum múl á hana svo að hún myndi gelta minni, ég keypti hann, og já hún geltir mikið minna, það er nóg að sýna henni múlinn þá þegir hún. En hins vegar hefur hún lítið sem ekkert borðað síðan þetta átti sér allt stað, veit ekki hvort að það sé útaf múlnum eða klippingunni.´
Ég er þó að reyna að gefa henni smá túnfisk ofan á kornið til að fá hana til að borða smá.

En hinsvegar skil ég ekki hvers vegna henni er svona illa við að láta klippa klærnar, það hefur aldrei verið klipptu upp í kviku á henni, og henni er alveg sama þó að maður komi við loppurnar á henni, var að spá hvort að það gæti verið hljóðið sem kemur þegar klippt er ..

Allavega, þá dauðkvíður mér fyrir næstu klippingu hjá henni, vona að það gangi aðeins betur en þessi …
———————————————–