Beinþynning er vaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og í raun mun alvarlegra en flestir telja. Ágætar forvarnir eru neysla kalkríkrar fæðu, jöfn hreyfing (bætt blóðstreymi), góður skóbúnaður (minna álag á beinakerfið) og heilbrigt líferni almennt.
Ágæt regla fyrir eldra fólk er að varast hálku og aðra hættuþætti.

Að mörgu er að gæta og nú í sumarbyrjun er öll ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega af stað í sumarleikjum. Snögg breyting á líkamsálagi getur haft í för með sér upptekningu álagsmeiðsla auk þess sem slík hegðun dregur úr líkum þess að viðkomandi stundi íþróttina sína til langframa.

Stóran hluta beinbrota má rekja til bílslysa og er aldrei of brýnt fyrir fólki að spenna beltin. Með ósk um ánægjulegt og slysalaust sumar

tupac4eve