Valdníðsla Nú er rökleysis hugsun valdamanna orðin algjör. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar ég frétti af því að það ætti að lóga hvolpum tíkar sem ER í sótthví vegna smithættu hvolpa hennar því innflutningur þeirra er ólögmætur. Vissulega er ekki leyfilegt að flytja inn hvolpafulla tík en að grípa til þessara öfga er fáránlegt. Er virkilega ekki hægt að refsa Mörtu öðruvísi en að aflífa hvolpa vesalings tíkarinnar. Væri sekt ekki nærri lagi? Ef réttlætissýn landbúnaðarráðuneytisins, með Guðna í fararbroddi, er svona brengluð þá á ég ekki von á miklum úrbótum í grænmetishneykslinu. Þetta er ekki síður <b>ALGJÖRT HNEYKSLI</b>.

Ég skora á ykkur <a href=“mailto:gudni@althingi.is”>Guðni</a> og <a href=“mailto:hakon.sigurgrimsson@lan.stjr.is”>Hákon</a> (sem skrifar undir bréf Landbúnaðarráðuneytisins til Mörtu) að skoða þetta mál með réttlæti í huga því allir vita að það stafar engin smithætta af þessum hvolpum þó þessi innflutningur sé tæknilega ólögmætur.

Látið í ykkur heyra og endilega látið <a href=“mailto:hakon.sigurgrimsson@lan.stjr.is”>Hákon</a> og <a href=“mailto:gudni@althingi.is”>Guðna</a> heyra ykkar álit á þessari því miður valdníðslu ákvörðun. <br>Skráið ykkur einnig <a href="http://www.hugi.is/hundar/variousfunctions.php?adgerd=vote_egaetla&aetla_id=292&ahuga_id=66“>hér!</a>

Ég hafði samband við Mörtu sem skrifaði þetta bréf til mín og ykkar…

Rottweilertíkin Xantja Van Het Dornedal kom í Hrísey þann 12.3 frá Belgíu, ég hafði lent í vandræðum á síðasta ári með Doberman hund sem kom verulega horaður út úr einangrun þannig að ég fylgdist reglulega með tíkinni. Það var síðan um 25 apríl sem mér berst til eyrna frá rekstraraðila einangrunarstöðvarinnar að hugsanlega sé tíkin hvolpafull og það standi til að fá staðfestingu á því mánudaginn 30.04. Þegar ég hef aftur samband þann 30 er búið að staðfesta að Xantja sé hvolpafull, mér bregður nokkuð en hef strax samband við ræktandann út í Belgíu og fylgir með svar hans, það næsta sem gerist er að ég hef samband við sóttvarnardýralækni en hún kvaðst ekkert hafa við mig að tala og benti mér á ráðuneytið og yfirdýralækni, það er þó SKYLDA hennar að láta hundeiganda vita ef eitthvað er að dýrinu meðan það er í einangrun.
Fimmtudaginn 3 maí fæ ég svo bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu undirritað af Hákoni Sigurgrímssyni þar sem mér er sagt að hvolpum tíkarinnar verði lógað við fæðingu, og verði tíkin ekki gotin fyrir þann tíma sem hún á að losna út þá verði henni haldið þar til hún er gotin og hvolpunum lógað, bréf þetta fylgir með. Einnig fylgir með bréf frá lögmanni mínum til ráðuneytis.

Mér er einnig kunnugt um allavega 8 tíkur sem hafa komið hvolpafullar í gegnum einangrunastöðina, og eins hafa komið 2 eða 3 læður og allavega ein hefur gotið í einangrun og fór heim að loknum einangrunartímanum með sína kettlinga, einnig gaut 1 tík í einangrun og fékk hún að fara heim með hvolpana.

Með þakklæti fyrir hjálpina,
Marta Gylfadóttir

Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu:

Hinn 10. október 2000 veitti landbúnaðarráðuneytið yður leyfi til innflutnings á Rottweiler tík frá Belgíu og er hún nú í einangrun í Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey.

Samkvæmt meðfylgjandi bréfi frá embætti yfirdýralæknis, dags. í dag, hefur sóttvarnardýralæknir stöðvarinnar staðfest að tíkin sé hvolpafull.
Samkvæmt 1. lið í innflutningsskilyrðum skv. lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, sem tilgreind eru í umsókn um innflutningsleyfi fyrir hund og þér hafið undirritað, er óheimilt að flytja inn hvolpafullar tíkur.

Hér er því um ólöglegan innflutning að ræða.

Í áðurnefndu bréfi yfirdýralæknis er lagt til að hvolpunum verði
lógað strax við fæðingu.

Með vísan til ákvæða 3. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra, nr.
54/1990, og liða 1 og 4 í áðurnefndum innflutningsskilyrðum í umsókn um
innflutningsleyfi fyrir hund, hefur ráðuneytið ákveðið að fallast á
tillögu yfirdýralæknis og gefið fyrirmæli um að hvolpunum verði lógað við
fæðingu.

Þetta tilkynnist yður hér með. Ráðuneytið mun krefja yður um greiðslu
á öllum kostnaði sem af þessari aðgerð hlýst.


F.h.r.
Hákon Sigurgrímsson

<br>
Bréf frá ræktandanum úti í Belgíu varðandi slysapörun:<br><br>
Hi Marta,
We were talking about Xantja having puppies last night in the family and we were discussing how this was possible since we did not breed her. Suddenly my youngest son began to cry and now he has confessed that in the week prior to her departure he let her together with our male and that they did very ”funny".
This is the unfortunate thing that happened and we have to appolozise for this big inconveniance.
Let me know how things go with her.
regards,
yooooooooooooooooooooooooo, Kris.
Reyniers Kris
Belgium.