Ok var ekki alveg viss um hvar ég ætti að pósta þessu. En eins og stendur er leið minni eftir menntaskóla heitið í HR eftir eitt hvíldarár (smááá hvíld eftir menntó). Og það sem ég var að vellta fyrir mér er, hefur einhver hérna reynslu ef Tölvunarfræði í HR? Og ef svo hvernig líkaði ykkur og hvað var svona mest verið að kenna? Einnig væri gaman að heyra frá þeim sem eru útskrifaðir úr skólanum og svona fá að vita hvernig þessi gráða hefur gagnast útí hinum stóra heimi :) Bæði þá hvort að það reyndist létt að fá sér vinnu við tölvur, og hvort að það sem þið lærðuð aðstoðaði ykkur eitthvða við það starf sem þið fenguð. Ég spyr því ég hef heyrt sögur af fólki með einhver plögg á bak við sig sem síðan gátu notað voða lítið af því sem þeim var kennt í vinnunni.

En alla vega, vill endilega heyra sem flest comment um hvað ykkur finnst um HR því á þeirri braut sem ég er á núna kemst ég ekki inn í HÍ og er ekkert viss um að ég myndi meika STÆ á fyrsta ári í HÍ.