Þegar einhver skreppur í ríkið og kaupir sér pela, kemur mér það þá við? Kemur mér það við ef hann ákveður að fara á fyllirí á Fimmtudegi? Ekki get ég séð hvað hann er að brjóta á mér? Það er ekki fyrr en hann fer að sökum vímu sinnar að ónáða aðra að hann fer að koma öðrum við. Vissulega er fíkniefni hættuleg, en á ekki hver að bera ábyrgð á sjálfum sér og gerða sinna? Ég held að það sé vafasamt að banna fólki að gera það sem það vill í þessu svokallaða lýðræðisríki. Ég er á móti áfengi, hef ég þá rétt á því að banna öðrum að drekka það? Bara vegna þess að ég er á móti því. Nei, þó svo að ég kunni ekki að fara með það, þá þýðir ekki að aðrir kunni það ekki. Það sést að það er markaður fyrir fíkniefni á Íslandi sem og annarsstaðar,sést best á því að sjálft ríkið er með einkaleyfi á þessum tveimur fíkniefnum sem eru þau einu sem eru lögleg á Íslandi. Það er að segja áfengi og sígarrettur. Það má ekki gleyma því að áfengi er sterkur vímugjafi og eru það ófá vandræði sem fylgja neyslu landans á honum. Áfengi er bara svo rótgróið í menningu okkar vestrænna ríkja að fólk er orðið blindt á áhrifum þess. En t.d. í múslimaríkjum er litið allt öðrum augum á áfengi, það er talið mjög hættulegt. Hass er hinsvegar talið í lagi. Svona eru viðhorfin ólík. T.d. er áfengi mun sterkara en kannabis, samt er kannabis ólöglegt hér á landi. Liggur mera segja við því að refsingin fyrir því að vera með hass sé meiri en fyrir að fremja nauðgun. Þó svo að ´þá sértu að brjóta hryllilega á rétti annarar manneskju, en með hassreykingum ertu bara að gera þetta á þinn kostnað.Það er orðið tímabært að setja málin í rétta forgangsröð.