Það er algengt í Bandaríkjunum og Kanada að það séu skilti sem segja “No shirt, no shoes, no service” eða “engir skór, engin skyrta = engin þjónusta”. Þessi skilti getur maður séð á hamborgarastöðum, kjörbúðum og bara hér og þar. Ég veit ekki hvort manni yrði vísað út af MacDonalds á Íslandi ef maður kæmi ber að ofan, hef hreinlega ekki prófað en það gæti alveg verið. Annars eru Englendingar frekar feimnir líka. Ég heimsótti einn kunningja minn af netinu einu sinni og við vorum að þvælast um...