i dag var min 3ja ára svo óheppin að detta framfyrir sig á leikskólanum og lenda svo illa á munninum að efri vörin stokkbólgnaði og framtönn datt úr henni ….
Leikskólakennararnir voru alveg miður sin en þetta var bara slys og þau gerast .. mér finnst leikskólinn hafa brugðist alveg hárrétt við og ég er mjög ánægð með það…. ég er lika ánægð með að hafa mina litlu þar. Starfsfólkið þarna hugsar einstaklega vel um börnin …
Það þurfti að fara með hana til Tannlæknis en tönnin var ekki sett i aftur því tannlækninum fannst það ekki borga sig þar sem það væri miklu verra og erfiðara fyrir svona litil börn … hún verður bara með eina framtönn þar til fullorðinstönnin kemur og leikskólinn borgar allann kostnað … lika ef fullorðinstönnin er eitthvað gölluð útaf því sem gerðist núna …. sem mér finnst mjög gott því þetta er slatti kostnaður og gott að sleppa við hann !!!

hún var voðalega litil i sér fyrst og átti voða bágt … skiljanlega … en núna eru bara 4 timar siðan hún kom heim og það er varla að sjá að neitt hafi gerst nema nú er brosið skakkt og bara ein framtönn hún er hin hressasta hlaupandi útum allt og borðar eðlilega … uhhmmm…. ég er hissa á því hvað hún er fljót að jafna sig … :) :) ég held barasta ég sé ennþá að jafna mig sjálf mér brá svo hrikalega við fréttirnar …..

já min litla ætlar svo bara að setja þessa tönn undir koddann sinn handa tannálfinum i kvöld :) :) … soldið snemmt samt að missa tennur 3ja ára !!!

Min 2 eldri lentu aldrei i neinu svona á leikskólaaldrinum sinum svo ég eiginlega hugsaði aldrei úti að svona getur gerst ….

jæja mig langaði bara deila þessu með ykkur … hafá börnin ykkar lent i svona slysum á leikskólanum sinum ???? …