Sæl og blessuð öll sömul.

Þannig er mál með vexti að ég eignaðist mína fyrstu kisu nú í haust, alveg yndislega og blíða, fallega læðu. Svo gerðist það að hún fór að breima og slapp út eitt kvöldið og hvað haldiði? Nú á ég þrjá litla kettlinga. Sem betur fer gekk það allt saman mjög vel og ég er búin að finna góð heimili fyrir þá alla.

Nú eru þeir orðnir rúmlega mánaðar gamlir og farnir að borða smávegis, en mitt vandamál er það að ég er ekki mjög fróð um ketti og því síður kettlinga, því leita ég til ykkar. Hvernig á maður að kassavenja kettlinga? Hvenær þarf maður að byrja á því og hvaða aðferðum á að beyta.

Með von um góð viðbrögð, forynja.
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”