ég hef verið að pæla soldið í foreldrum upp á síðkastið..
stundum eru þau rosa góð og vilja allt gera fyrir mann. og stundum er eins og þau þekkja mann alls ekki.
Gott dæmi er að nefna þegar við á heimilinu áttum ekki uppþvottavél og þá var mamma alltaf svo rosa góð að gefa mér pening fyrir að vaska upp, Og tók til í herberginu mínu í staðin (sem ég var aldrei sátt við að hún gerði)eða skutlaði mér eitthvert í bíó eða eitthvað.
svo er ég líka með gott dæmi um,þegar pabbi og mamma þóttust ekki þekkja mig. það var þegar við vorum á ættarmóti í Þrastaskógi og ég sá Ástu frænku mína sem mömmu líkaði eitthvað illa við..
auðvitað varð ég að blaðra í hana öllu því sem mamma hafði sagt um hana í greyið ástu.. og á þeirri stundu varð ég munaðarlaus í nokkrar mínutur.

en núna seinna meir skil ég þau fullkomlega.
hver nennir að vaska upp þegar það er hægt að fá lítinn vitlausan krakka til þess að gera það fyrir mann fyrir lítinn pening.

ef barnið mitt mundi segja við bróður minn hvað mér þætti umm hann á köflum..þá mundi ég ekki vita hvort ég ætti að hlægja eða gráta.

svo að ég skil það allveg hvað það getur verið erfitt að vera fullorðin þess vegna hef ég ákveðið það að þegar ég verð stór ætla ég ekki að verða fullorðin…:)
mig langar líka til þess að enda þessa grein á máltæki sem forledrar mínir sögðu við mig í gríni eitt sinn þegar ég bað þau um hund sem gæludýr.

“Betra er lítill fugl í búri en stór hundaskítur útí garði”

ykkar Grisla