Mér leikur forvitni á þvi að vita hvort foreldrar þekkja almennt til þess hverning uppeldisaðferðir innflytjendur frá ólíkum menningarsamfélögum er setjast hér að viðhafa, þar sem líkamlegar refsingar í formi þess að nota ólar til þess hirta stúlkubörn
er viðhaft. ( dæmi sem ég þekki persónulega ).

Mér stórbrá við að heyra þetta en fór að kynna mér hlutina agnar ögn og komst að því að slíkt tíðkast einfaldlega hjá hluta innflytjenda sem komnir eru hingað til lands.
Þeir hinir sömu þekkja þessa aðferðafræði aðra ekki til þess að beita börn sín aga sem er í sjálfu sér skiljanlegt.
Það er ljóst að börn tala saman og bera saman sínar aðstæður sem einnig birtast dags daglega í þeirra innbyrðis samskiptum, því spyr maður sig, hvaða áhrif hefur það að barnið manns þarf kanski að fá um það vitnesku eða verða áhorfandi að líkamlegri hirtingu til handa vini þess af erlendu bergi brotnu.
Hvaða áhrif kann það að hafa á börn að upplifa slíkt ?

kveðja.
gmaria.