En Hjörtur.. þú ert að standa straum af þessum kostnaði hvort sem er. Eiturlyf eru bara eitt af því sem ekki er hægt að banna. Það eina sem gerist þegar refsingar eru hertar er að áhættan eykst og verðið hækkar. Þeir sem vilja neyta efnanna gera það samt og verða þá bara að ná sér í meiri pening, yfirleitt með ólöglegum hætti. Ef þeir veikjast af neyslunni, með því að deila nálum eða vegna eiturlyfja sem eru blönduð einhverjum verri efnum en þau eru sjálf, þá lenda þeir á spítala og við...