Ég er pínu forvitin núna. Sonur minn sem er nýorðin 6 ára lenti í því um daginn að meiða sig, hann rakst á annan strák á leikskólanum og beit í kinnina á sér og fékk stórt sár á innanverða efrivör (munaði ekki miklu að það hefði farið í gegn) bara svona eðlilegt slys, en ég er nottlega taugaveikluð mamma og rauk með hann til læknis. Þá fékk ég að vita að öll 5 ára börn hérna í Danmörk allavega væru bólusett fyrir einhverju sem kemur frá Austurlöndum. Þetta er einhvað sem ég vissi ekki um og ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé líka á Íslandi ? Bara svona almenn forvitni þar sem ég á 5 börn en hef ekki heyrt af þessu fyrr en við erum búin að vera hérna í 1 ár, börnin mín eru 20 ára 17 ára 14 ára 6 ára og 4 ára svo að það er soldill tími á milli sem ég hef farið með börn í þessar bólusetningar. Mér finnst líka margt vera öðruvísi hérna en á Íslandi.