En pjatt með þessa krakka í dag. Þegar ég var lítill var ég sko bara á róló og þar var engin inniaðstaða, bara möl, sandur, vegasalt, rennibraut og rólur. Ekki þurftum við sko neina tússliti. Og í barnaskólanum mínum voru milli 25-30 krakkar í hverjum bekk, allt getublandað og einn kennari í hverjum og ekkert vesen. Kennarinn minn hafði samt tíma til þess að láta kláru krakkana fá aukaverkefni og hjálpa hinum sem voru minna klárir. Þó fólki finnist þetta kannski ekki nógu fínt í dag, þá...