Tilefni þess að ég skrifa hér er grein sem ég las í dagblaðinu í dag. Í þessari grein talar greinahöfundur um þá kvöð hundeigeinga að geta ekki tekið sér sumarfrí og haft hundinn sinn með sér sem einn af fjölskildunni.
Hún reyndi að fá leigðan sumarbústað en fékk allstaðar neitun um að taka hundinn sinn með. Það er orðið virkilega erfitt að vera hundeigandi í dag.

Mér finnst þetta mjög ríkjandi á íslandi í dag. Hundar eru allstaðar bannaðir. Ég tek sérstaklega eftir þessu þegar ég fer til annara landa því þar(yfirleitt) er mikið meira frjálsræði gagnvart hundaeigendum. Maður sér allstaðar hunda á göngu með eigendum sínum og oft sér maður hunda í strædó eða lestum. Éf ég léti sjá mig með hund niðrí bæ þá er ég nokkuð viss um að margar gamlar konur myndu falla í yfirlið.

Hvað, er það ekki einn dagur á ári sem maður má rölta með hundinn sinn niður laugarveginn án þess að fólk grenji og veini????

Í Barcelona t.d er stór verslunargata(Ramblan) þar sem mörghundruð ferðamenn eru á degi hverjum. Þar mætti ég nokkrum Úlfhundum og fleiri tegundum. Hundarnir skiptu sér ekkert af fólkinu og fólkið skipti sér ekkert af hundunum(sumir voru lausir á meðan eigandinn betlaði peninga). Aldrei heyrði maður konu eða krakka öskra af hræðslu vegna hundana? HVAÐ ER MÁLIÐ???

Allsstaðar á íslandi eru hundar bannaðir. Hvergi má maður láta sjá sig með hund þar sem fólk kemur saman. Mér finnst þetta bara virkilega óréttlátt gagnvart hundeigendum.
Hvað finnst ykkur??????