Ok, ég hef einu sinni komið í Dalsmynni, reyndar inn í íbúðarhúsið en ekki hundahúsið vegna þess að stelpa sem ég þekkti ætlaði að kaupa páfagauk af konunni. Í stuttu máli sagt þá var kjallarinn sem fuglarnir voru í alveg ógeðslegur og fýlan þvílík að við bökkuðum bara öfug út. Ég get hins vegar ekkert sagt um hundana þar vegna þess að ég hef ekki séð þeirra aðstæður. Hins vegar langar mig að vita, ef þetta er allt í svona miklu ólagi þar, af hverju er þá ekki búið að loka henni fyrir löngu?