Í hvert skipti sem þú sérð hundaskít á gangstétt þá þýðir það að einhver hundaeigandi var ekki ábyrgur. Eins og alltaf, þá skemma þeir ábyrgðarlausu fyrir hinum. Ef það væri leyft að vera með hunda alls staðar, þá myndum við sjá slatta af fólki sem er með hundana sína að njóta lífsins á ábyrgan hátt og við myndum líka sjá slatta af fólki sem er með hundana sína á óábyrgan hátt, leyfir þeim að flaðra upp um fólk sem það mætir, tekur ekki upp skít eða lætur þá í hendur á börnum sem ráða alls...