HVAÐ ER AÐ ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI??????

Ég tók þessa grein af frelsi.is.

Fös. 17. maí 2002
Þrír dómar Hæstaréttar

Það er athyglisvert að skoða nokkra af þeim dómum sem féllu í Hæstarétti í gær. Það væri vægt til orða tekið ef sagt væri að viss ósamræmis gæti í þeim refsingum sem dómurinn dæmdi sakborninga til.

Við hæfi er að nota orð dómsins sjálfs í þessum pistli, því þau lýsa ástandinu best þannig að samanburðurinn komi skýrt fram. Sýna eftirfarandi dómar greinilega hvernig tekið er á grófum ofbeldisbrotum annars vegar og brotum þar sem ekkert fórnarlamb er til staðar, hins vegar. Við skulum líta á þrenn mismunandi mál.

Í fyrsta lagi skal nefndur dómur í máli nr. 4/2002 þar sem maður var dæmdur vegna tilraunar til innflutnings á fíkniefnum.
„Með hliðsjón af skilorðsrofi ákærða á eftirstöðvum tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisrefsingar, dómaframkvæmd og hinu mikla magni hættulegra fíkniefna, sem ákærði flutti til landsins í ágóðaskyni, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 ára fangelsi.“

Í öðru lagi skal nefna dóm í máli nr. 104/2002 þar sem maður var dæmdur fyrir nauðgun, eignarspjöll og tilraun til nauðgunar. „Með hliðsjón af málsgögnum og dómaframkvæmd þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Ákærði, [... skal sæta] fangelsi í tvö ár.“

Að lokum skal nefna dóm í máli nr. 83/2002 þar sem maður var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 9 ára stúlkubarni.
„Brot það, sem ákærði er sakfelldur fyrir, er alvarlegt og beinist að mikilvægum hagsmunum. Þykja ekki efni til að breyta refsiákvörðun héraðsdóms, þótt sýknað sé af hluta ákæruefnis, og skal ákærði sæta fangelsi í 18 mánuði.“

Skilaboðin til samfélagsins eru skýr. Fleiri útskýringa er ekki þörf.