Ég,kærasti minn og sonur búum í lítilli íbúð þar er bara eitt svefnherbergi,við sofum öll í herberginu. Sonur minn er 5 ára og þegar hann sefur þá er hann alltaf á ferðinni í rúminu og gnístir og hálfpartinn briður í sér tennurnar,þetta fer svoldið í mig því (eins og þegar það er verið að renna nöglunum eftir skólatöblu), hann er búinn að brjóta smá af einni tönn svo hitt.Hann hrýtur alveg rosalega stundum er alveg eins og hann sé að kafna,ég hef svolítið áhyggur af þessu.Ég var að vonast að þið gætuð gefi mér einhver ráð um þetta ef þá það er eitthvað hægt að gera við þessu og hvort að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?