Fyrir ári eða svo hló ég að fólki sem var yfir 12 ára og las Harry Potter bækurnar, taldi að þetta voru barnabækur í flokki Lion King og bamba.
Svo ákvað ég að athuga what all the fuzz is all about og leigði mér Harry Potter and the chamber of secrets á bókasafninu. Svo kom á daginn að ég kláraði allar 4 bækurnar á innan við viku og álit mitt á bókunum breyttist sannarlega. Ég komst að því að bækurnar eru alls ekki eingöngu fyrir börn, lítil börn lesa kannski bækurnar og hugsa “vá skemmtilegt ævintýri, galdrakall” en þau gera sér ekki fulla grein fyrir söguþræðinum. Sannleikurinn er sá að bækurnar eru að verða meira, hvað á maður að segja, “complex” og myrkrari með hverri bók, og snilli Rowling verður æ sýnilegri.
Ég viðurkenni að fyrsta bókin var ansi barnaleg, en bækur nr 3 og 4 eru tær snilld, frábær söguþráður.
Ástæðan fyrir þessari grein er að 26%(meirihluti) þeirra sem svöruðu HP könnun hér á huga svöruðu að þeim langaði engan vegin að lesa bækurnar. Ég bið ykkur 26% að gefa þessum bókum séns og leiga bækurnar, á ensku. Ég fullvissa að þið munuð ekki sá eftir því.