Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé ekki bara sniðugast að kaupa sér fartölvu í dag frekar en borðtölvu.
Maður getur farið hvert sem er með fartölvuna og þegar maður kemur heim og vill vinna einhverja almennilega vinnu á henni getur maður bara tengt hana við betri skjá og annað lyklaborð.Síðan er hún líka frekar hljóðlátari. Fartölvu leiðin yrði þó e-ð dýrari og biði upp á talsvert minni stækkunarmöguleika.
Maður getur til dæmis bara fengið í mesta lagi 40GB HD(skv. mínum upplýsingum) í fartölvuna og haft aðeins einn disk inn í tölvunni.
Einnig er ekki hægt að kaupa í hana PCI kort, t.d. ef maður vildi bæta í hana USB2 raufum þegar það verður algengt.

Annars hef ég aldrei átt fartölvu og hef lítil kynni haft af þeim.
En hverjir eru kostir og gallar fartölvunar?
Hvað finnst ykkur?