Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Great Dane!!!

í Hundar fyrir 23 árum
Já, glætan. Þetta fólk er bara ekki að hugsa. Skynsamlegra að selja þá á 100 þús eða hvað sem þau geta losnað við þá á frekar en að láta þá ganga lausa langt fram eftir aldri og verða illseljanlegri með hverjum mánuðinum. Það þarf að byrja að þjálfa svona stóra hunda snemma meðan eigandinn ræður ennþá við hundinn. Þau hafa líklega séð ofsjónum yfir því hvað þau gætu grætt mikið en sannleikurinn er sá að það er frekar lítill gróði í hundarækt ef vel er að staðið.

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
ADD, alveg rétt hjá þér með heyrnarlausa. Ég sá heimildarmynd um heyrnarlausa í Bandaríkjunum og það kom fram að heyrnarlausir krakkar sem eru að klára high school (18 ára) hafa lestrarskilning á við heyrandi 10 ára. Þetta gerir þeim náttúrulega erfiðara fyrir í sambandi við menntun en ekki náttúrulega ókleift ef viljinn og gáfurnar eru fyrir hendi. Ég veit annars ekki hvort þetta hefur verið rannsakað á Íslandi. Hins vegar veit ég að þegar heyrnarlaus pör eignast börn þá er þeim oft komið...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ég held að það sé almennt enginn að hvetja þroskahefta til að eignast börn. Ég held að fólk sem hefur með þá að gera hvetji þá frekar til að gera það ekki. Það er hins vegar ekki hægt að stoppa þá ef viljinn er fyrir hendi frekar en aðra sem ekki ættu að eignast börn en gera það samt. Hvað börnin varðar þá geta þau fengið ágæt heimili þó þau séu tekin af foreldrunum, ef ekki hjá afa og ömmu þá hjá ættingjum eða fósturfjölskyldu. Nú og það er heldur ekkert gefið að þau séu tekin af...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Á síðunni sem þú bentir á í annarri grein á kynlíf, upplýsingar um fóstureyðingar, þá er bent á þessa grein hjá netdoktor.is: http://www.netdoktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=242&flokkur=4&leit=fóstureyðing Þar segir m.a.: “Það getur vafist fyrir sumum ungum konum hvern er best að tala við. Ef þú ert ung, þá áttu ef til vill í vandræðum með að tala við foreldra þína um slíka ákvörðun, eða þau eru á móti fóstureyðingum. Líka er til í dæminu að þau leggi hart að þér að fara í...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
“Í langflestum tilvikum, þá voru foreldrarnir á móti því að þroskaheft börn þeirra eignuðust börn. Hræðslan við það að þau stæðu ekki undir væntingum sem foreldrar, réðu ekki við ábyrgðina og ekki síst af öllu að amman og afinn þyrftu að taka ábyrgð á barnabarninu, ÁN ÞEIRRA ÓSKAR.” Ok, ég er ekki að skítkasta skoðanir þínar og ég skil alveg þitt sjónarmið en ég vil hins vegar varpa fram þeirri spurningu hvort foreldrarnir eigi að ráða þessu fyrir þroskaheft barn sitt? Ég gæti haft sömu...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Sömu lög á http://www.althingi.is/lagas/127a/1975025.html segja um fóstureyðingar: “13. gr. … 2. Sé kona vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts eða af öðrum ástæðum ófær um að gera sér grein fyrir nauðsyn aðgerðarinnar, þá er heimilt að veita leyfi til aðgerðarinnar samkvæmt umsókn lögráðamanns.” Þetta má náttúrulega túlka að vild. Ef manneskjan er á móti aðgerðinni þá má segja að hún “geri sér ekki grein fyrir nauðsyn hennar” og ef læknamafían og forráðamaðurinn eru sammála um það að...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er líka talað um geðveikt fólk: “22.gr. Ef ástæður til ófrjósemisaðgerðar svo sem segir í 18. gr. II. eru fyrir hendi eða ef viðkomandi er fullra 25 ára, en er vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts eða annarra geðtruflana varanlega ófær um að gera sér grein fyrir afleiðingum aðgerðarinnar, er heimilt að veita leyfi til aðgerðar samkvæmt umsókn sérstaklega skipaðs lögráðamanns.” Öll lögin eru á http://www.althingi.is/lagas/127a/1975025.html fyrir þá sem nenna....

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Það er ferlega gott ráð áður en þú ýtir á senda að ýta á Ctrl-A og svo Ctrl-C. Fyrri velur allan textann sem þú ert búin að skrifa og seinni kóperar þannig að ef hann týnist þá færðu þér bara nýjan “svara” glugga og ýtir á Ctrl-V til að kópera. Ég geri þetta stundum, sérlega þegar ég hef nýlega lent í að það hverfi skeyti hjá mér. Svo ég komi aftur að umræðuefninu þá er ég sammála því að það er líklega ekki æskilegt að þeir sem eru mjög illa þroskaheftir séu að eignast börn en hins vegar...

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Fólk getur verið eins og rollur stundum. Veður bara alls staðar þar sem það kemst. Það er náttúrulega lang auðveldast að strengja band fyrir.

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Fólk getur verið rosalega tillitslaust. Getið þið ekki bara sett svona krakkahlið á stigann og sett “lokað” skilti á það? Það ætti alla vega að draga úr því að fólk færi að vaða þangað inn.

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ok, ég veit ég horfi of mikið á sjónvarp en ég sá heimildamynd um þroskahefta foreldra einhvern tímann og var hún gerð í Bandaríkjunum. Þeir fylgdust með 3 fjölskyldum. Eitt parið var með ungabarn. Konan tók þetta ekkert rosalega alvarlega en maðurinn gerði sér meiri grein fyrir ábyrgðinni og var eiginlega skíthræddur. Þegar barnið var nokkurra mánaða var það orðið eftir á í þroska og þeir voru að reyna að hjálpa foreldrunum með að kenna þeim hvað þau gætu gert með barninu til að laga þetta...

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Vissulega eru áætlanir þeirra oft of stífar, t.d. var á tímabili sem ég var alltaf að taka 14 og kvartaði yfir því að hann væri 5 mín of fljótur og það var bara hlegið að mér hjá SVR, nei, hann væri nú bara 15 mín of seinn og það stóðst eiginlega alltaf að hann væri 15 mín. of seinn þannig að maður fór ekkert út á stoppistöð fyrr þá. Hins vegar er spurning hvort tefur bílstjórann meira, að hlaupa út og aðstoða einhvern eða bíða eftir að þeir nái að bjarga sér sjálfir. Annars var ég í...

Re: Konur eiga ekki að vera til sölu !

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Gyzmo: Hvað tekur langan tíma fyrir útlending að komast inn í sjúkrasamlagið á Íslandi? Þar sem ég bý í Kanada um þessar mundir þá get ég upplýst um að Kanadamenn eru heimsmeistarar í skriffinnsku og maður á að komast inn í sjúkrasamlagið eftir 3 mánuði en það tók mig reyndar hálft ár. Hins vegar er það kick-ass sjúkrasamlag, læknar, blóðrannsóknir, röntgen og allt frítt.

Re: Great Dane!!!

í Hundar fyrir 23 árum
Ef þau kærðu sig ekki um hvolpana þá hefðu þau getað látið sprauta tíkina strax eftir “slysið” þannig að hún hefði ekki orðið hvolpafull. Þetta er engin afsökun fyrir því að hugsa illa um þá.

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Sama í Kanada. Bílstjórinn passar að allar gamlar konur séu sestar áður en hann tekur af stað og að þær séu örugglega komnar út úr strætó áður en hann lokar hurðinni á þær. Það eru líka sæti sérmerkt fyrir aldraða og fatlaða. Almennt bara allir mjög næs og hjálpsamir. Ég hef gefið eftir sæti fólki með börn og öldruðum í lestinni og hef séð aðra gera það líka en þegar ég var í strætó á Íslandi þá var þetta frekar sjaldgæft. Algengara að fólk í fullu fjöri setti upp skeifu og horfði í hina...

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Meðan það er leyfilegt að standa í strætó þá finnst mér ekki ástæða til að vera með belti. Þetta eru líka miklu stærri og þyngri bílar heldur en einkabíll þannig að þó einhver keyri á strætó eða hann á einhvern, þá haggast hann miklu minna heldur en lítill bíll. Ég gæti trúað að fyrir lítinn bíl sem keyrir á strætó þá sé það álíka og að keyra á hús. Hins vegar ættu strætóbílstjórar að hafa það í huga og keyra varlegar svo þeir strauji ekki einhverja litlu tíkina þegar þeir eru að svína fyrir.

Re: Fordómar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það er klásúla í lögum um innflytjendur þar sem hægt er að veita atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna, t.d. vegna þess að fjölskylda útlendingsins er hér á landi og makinn hefur óbundið atvinnuleyfi. Nú veit ég að Vinnumálastofnun leyfir fólki sem er með tímabundin atvinnuleyfi að skipta um vinnustaði sem þeir eiga strangt til tekið ekki að gera þannig að þeir hljóta að vera mjög viðræðugóðir og til í að hjálpa fólki.

Re: Fordómar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Já, það eru varla grundvallarmannréttindi fólks að geta fengið atvinnuleyfi í hvaða landi sem það vill á hvaða skilyrðum sem það vill og framlengt eins lengi og það vill. Annars væru nú held ég ansi mörg lönd að brjóta mannréttindi.

Re: Fordómar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Mér finnst það mjög líklegt að einhver sem er giftur Íslendingi fái strax óbundið atvinnuleyfi. Ég held ekki að reglurnar séu heldur það strangar þegar fólk er að endurnýja. Ef fólk er komið til landsins og er með fjölskyldu þá myndi það ábyggilega fá endurnýjað af mannúðarástæðum. Ég er heldur ekki svo viss um að börn útlendinga verði neitt sjálfkrafa Íslenskir ríkisborgarar þó foreldrar þeirra flytji hingað. Hins vegar þá veit þetta fólk alveg að hverju það gengur þegar það ræður sig í...

Re: Off-topic

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það getur náttúrulega vel verið að starfsmaður vinnumiðlunar í þessu tilfelli hafi bara ekkert vitað hvað hann/hún var að tala um og verið að geta sér til. Kannski er þetta bara búið að vera inni svona lengi vegna þess að þeir hafa aldrei sent þeim hæfan umsækjanda. Ég hefði alla vega haldið að þú ættir í öllum tilfellum að fá nánari upplýsingar svo þú getir sótt um. Hins vegar ef vinnumiðlun veit til þess að tilgangurinn með auglýsingunni hafi verið að sýna fram á að það fengist enginn...

Re: Fordómar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Mér finnst það enginn rasismi að vilja að atvinnurekendur virði lög. Það er náttúrulega ekki fyrir mig að segja þegar verið er að flytja inn erlent vinnuafl þar sem ég geri ráð fyrir því að farið sé að lögum og leitað að innlendum aðilum áður en útlendingar eru fluttir inn. Hins vegar ef þú veist til þess að það sé atvinnuleysi í stéttinni og atvinnurekandi er að fara fram hjá lögum til þess að geta ráðið útlending, sama hvaða forsendur hann hefur fyrir því, þá finnst mér alveg sjálfsagt að...

Re: Loftpúðar og ABS? Nei segir GM.

í Bílar fyrir 23 árum
Hvers konar menn eru það? Eru það ekki bara Bandaríkjamenn? Kapítalisminn ræður og svo fremi sem enginn getur kært okkur, þá erum við í góðum málum. Annars man ég eftir að hafa heyrt lækni segja í einhverju viðtali að kírópraktor sem hann þekkti hefði sagt við hann að það ætti að banna þessi helv. bílbelti út af öllum hálshnykkjunum sem þau valda og hann sagði á móti að fólkið sem hann hefði séð með t.d. öll rifbeinin brotin eftir að hafa lent á stýrinu þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af...

Re: Athugasemd Ritters við merki Falun Gong

í Deiglan fyrir 23 árum
Eimskip er ekki með hakakrossinn neins staðar á heimasíðunni sinni lengur eða neinu bréfsefni. Hins vegar er ekki lengra síðan en 1987 ca. að þeir voru með hann á öllu íslensku bréfsefni en reyndar ekki útlendu. Hakakrossinn er ennþá á húsinu í Pósthússtræti. Ég laug því að útlendingum sem heimsóttu mig í fyrra að þetta væru höfuðstöðvar Íslenskra þjóðernissinna ;)

Re: Fordómar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það er mjög algengt að sérstaklega opinberir aðilar auglýsi stöður sem er þegar búið að ráða í og allir vita það. Klíkan að verki. Hins vegar ef atvinnurekandi er búinn að ráða mann erlendisfrá og þarf að sýna fram á að hann fái ekki íslending í starfið til að fá atvinnuleyfi fyrir hann, þá er hann að brjóta lög ef hann neitar jafnhæfum íslendingi um stöðuna. Mér finnst að þú ættir að segja Vinnumiðluninni frá því hvaða svör þú fékkst. Hins vegar er líka spurning hvort maður vill láta neyða...

Re: Að flytja hund til landsins..

í Hundar fyrir 23 árum
Hér er linkur fyrir ræktendasamtök í Bretlandi ef það hjálpar eitthvað: http://www.champdogs.co.uk/guided/all.html
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok