Og já, í sambandi við þetta nördadæmi… nörd er jákvætt orð. Einfalt mál. Ég er t.d. skátanörd, tölvunörd, huganörd, bókanörd, eðlisfræðinörd, íslenskunörd… og margt annað! Þetta eru hlutirnir sem að ég hef áhuga á, er stolt af og það getur ENGINN sagt eitthvað slæmt um það. Eða jú, hvaða vitleysingur sem er getur reynt að láta sjálfan sig líta betur út með því að niðurlægja aðra en það sem hann er greinilega að missa af er að í raun er hann að niðurlægja sig sjálfann meira en nokkuð annað....