Mér finnst leiðinlegt að segja það að ritskoðum á Íslandi er frekar slök ásamt þýðingu á textum í myndum og titlum mynda.

Það er stundum svo grafalvarlegar villur að það mætti halda að hálfgerðir pólverjir væru að vinna þarna. Ég tek dæmi til að styðja mitt mál.

1. Þessi lína kemur í mjög frægri stríðsmynd en á ensku er hún rituð á eftirfarandi hátt: We've got company

Þetta þýðir náttúrulega að það sé einhver í grennd við þá en þeir hjá Kvikmyndaeftirliti Ríkisins hafa eitthvað misskilið þetta og haldið að þetta hafi verið stríðsmynd sem gerist inn á Wall Street því þessi setning: We've got company er þýdd yfir á íslensku á eftirfarandi hátt: Við eigum fyrirtæki

Hvurslags þýðing er þetta? eru tómir bjánar í þessari nefnd. Fyrir nokkrum árum kom mynd á markað með hinum vöðvamikla Arnold Schwarznegger ( afsakið ef síðara nafn er ekki ritað rétt ) og hét myndin því fræga nafni: True Lies…þetta átti ekki að geta vafist fyrir mönnum.

En greinilega í Póllandi þá þýðir True = Hvítt þannig að þeir þýddu þetta: Hvítar Lygar…þetta á ekki að vera mjög erfitt.

Mér finnst þessir menn vinna lélega og mér sýnist að það þurfi að taka til í þessari nefnd og setja inn nýtt fólk svo við kvikmyndaunnendur þurfum ekki að gjalda fyrir.