Harry leit upp úr heimaverkefninu sínu og út um litla gluggann á herbergisveggnum. Hann hafði verið að læra undir próf í töfradrykkjum, en gat engan vegin einbeitt sér. Hvernig var það líka hægt? Honum leið hræðilega. Hann hafði ekki talað við Ron í marga daga og það fékk virkilega á hann að eiga engan náinn vin. Ja, auðvitað var Hermione líka vinur hans, en það var ekki það sama. Kærasta og vinur, mikill munur þar á bæ. Og hvernig átti hann að tala um rifrildi hans og Rons við Hermione, því eftir allt saman þá var þetta allt út af henni. Og svo var þetta eiginlega ekki rifrildi. Það hefði eiginlega verið skárra ef þeir rifust. Þá gæti hann að minnsta kosti talað við hann, verið nálagt honum. Hann hafði svo sem alveg vitað að Ron væri hrifin af Hermione þegar Harry og hún byrjuðu saman, en hann gat nú varla látið það stoppa sig. Hann elskaði Hermione meira en allt annað. Hann elskaði Ron að sjálfsögðu líka sem vin, en hvernig átti hann að gera upp á milli þeirra.

Svo lenti þetta náttúrulega eiginlega allt á Hermione, sem vildi að sjálfsögðu halda sambandi við þá báða. Þau voru núna saman niður í Hogsmeade, það hafði verið ákveðið að núna færi Ron með Hermione. Hún hafði sagt að það væri tilgangslaust að fara með þeim báðum, þeir myndu bara rífast allan tíman. Það var svo sem ekki satt. Þeir myndu ekki rífast. Þeir myndu bara ekki tala við hvorn annan.
Harry hafði svo sem reynt að tala við Ron, en það eina sem Ron hafði gert var að stara tómlegum augum á hann og labba síðan í burtu.

Harry stóð upp frá litla og snyrtilega skrifborðinu og lagðist á rúmið hennar Hermione. Hún hafði leyft honum að nota herbergið sitt á meðan hún var í burtu, en hún fékk sérherbergi af því að hún var umjónarmaður. Oft velti hann því fyrir sér af hverju hann hefði ekki þegið starfið þegar að það bauðst honum en hann sá að hann hefði hvort sem er aldrei haft tíma fyrir öll þau störf sem fylgdu því að vera umsjónamaður auk þess að vera fyrirliði Gryffindor liðsins í Quidditsch. Og svo þurfti hann náttúrulega að læra vel, lokaprófin voru á næsta leiti. Og sinna Hermione…

Hann lá á bakinu og starði á himnasængina fyrir ofan rúmið. Í hana var ofin falleg mynd af fönix. Hann fann hvernig augnlokin þyngdust og brátt var sokkinn djúpt inn í heim draumanna.

***

<i>Hann gekk um stórt hús. Það virtist kunnuglegt, en hann var samt viss um að hafa aldrei komið áður í það. Hann fann á sér að hann væri að leita að einhverju, þó að hann hefði enga hugmynd um hvað. Hann gekk um húsið en fann ekkert markvert. Hann reyndi að fara inn í nokkur herbergi, en þar var ekkert sem vert var að skoða. Hann ákvað að fara út úr húsinu og gekk niður skítugar en þó ótrúlega heillegar steintröppur og fann hvernig kaldur vingusturinn sveipaðist um hann þegar hann kom út í kalda desembernóttina.

Hann svipaðist um eftir einhverju sem hann þekkti, einhverju kennileiti og tók eftir því að umhverfið var svo sem ekkert frábrugðið því sem var í kring um Hogwarts. Hann þekkti nágrenni ágætlega, þar sem hann hafði flogið í kring um kastalann margoft á AeroDeusnum sínum sem hann hafði fengið í jólagjöf árið áður frá Siriusi. Sirius hafði sagt að fyrst hann yrði nú fyrirliði Gryffindorliðsins þá yrði hann að fá besta kústinn á markaðnum. Þar var AeroDeus I langbesti kústurinn. Hann hafði gefið Ron gamla kústinn sinn, sem var langt í frá að vera lélegur. Ron hafði notað hann mjög mikið fyrst, en síðan að Harry og Hermione byrjuðu saman hafði hann ekki séð hann neitt á honum.

Hann vafði skikkjunni þéttar að sér og sneri sér við til að fara aftur inn í húsið. Þegar hann lagði af stað upp tröppurnar sá hann hvar rauður fönix sat í efstu tröppunni og horfði á hann. Hann gekk hægt að honum og áræddi að strjúka honum um bakið. Fönixinn tók sig þá á loft og flaug nokkra metri burt frá honum. Harry fylgdist með hvert hann færi. Hann flaug upp fyrir húsið og settist í gluggakistu á herbergi sem var efst upp í risinu. Harry mundi ekki eftir því að hafa séð stiga sem lægi upp á loft neinsstaðar í húsinu.
Hann gekk áfram upp útidyrastigann. Hann ætlaði að komast að því hvaða herbergi þetta væri og af hverju það væri hálffalið. Hann kom inn í húsið og tók eftir því hvað loftið var staðnað og þungt, mikil breyting á kalda og fríska loftinu úti. Hann gekk upp á aðra hæð hússins sem hann hafði skoðað áður. Hann leit í kring um sig eftir stiga en sá hvergi. Hann skoðaði líka loftið í öllum herbergjum ef vera skildi að þetta væri svona fallhleri.
Ekkert, ekki rifa í loftinu. Hann gekk aftur út til að fullvissa sig um það að fönixinn væri enn þarna. Þarna sat hann og þegar hann sá Harry aftur goggaði hann bara í rúðuna eins og merki um að Harry ætti að fara þarna inn.
Harry skundaði inn og upp á aðra hæð og skoðaði allt sem var þar. Hann klifraði upp á gamalt koffort og athugaði hvort að loftplöturnar væru nokkuð lausar. Þær voru kirfilega fastar og þrátt fyrir að hann væri sterkur gat hann ekki hreyft við ljósbrúnum plötunum.
Hann stökk niður af koffortinu og lenti á gólfinu. Rykið þyrlaðist upp og hann hnerraði. Hann leitaði allstaðar, bak við myndir og undir rúmum að einhverjum leynihlera sem gæti leitt upp á næstu háaloftið. Hann var alveg að gefast upp núna og settist fyrir framan gamlan notaðan arinn. Hann horfði á arininn sem var vel gerður og skreyttur með úthöggnum myndum. Hann strauk yfir myndirnar. Þarna mátti sjá hávaxna menn að berjast við dreka og fönix flögrandi um.

Fönix.

Skyndilega fékk hann hugmynd. Hann teygði höndina inn í strompinn. Ótrúlegt, en það var ekkert sót í honum. Hann þreifaði fyrir sér og fann akkúrat það sem hann var að leita að. Þrep. Skorin í steininn í strompinum. Hann togaði höndina til baka og stakk hausnum inn í staðinn. hann sá lítið fyrst, en þessi litla dagsbirta sem flæddi inn um arinopið dugði til að hann sæi lítil þrepin. Hann teygði hendurnar upp og lyfti sér upp. Hann byrjaði að klifra. Strompurinn var það lítill að hann gat auðveldlega notað bakvegginn sem stuðning. Hann kleif upp strompinn þar til að hann kom að opi sem hann skreið inn um. Hann fann mikla saggalykt og myrkrið huldi hann algerlega. Hann þreifaði fyrir sér þar sem hann gekk áfram, háaloftið var tómt að honum virtist, en hann gekk meðfram lágu risloftinu. Hann fikraði sig etir veggnum á móti arinopinu og fann gluggann sem var með gluggatjöldum fyrir. Hann dró þau frá og mánaskinið sveipaðist inn í herbergið. Það tók hann örlitla stund að venjast þessari þó ekki svo miklu birtu. Þarna sat Fönixinn og bankaði í gluggann. Hann reyndi að opna gluggann en á meðan hann var að bisa við festinguna heyrði hann seiðandi rödd fyrir aftan sig. Honum brá við og þorði varla að líta aftur fyrir sig.

,,Harry…. Harry!&#8221;….

*** </i
Ureka! This time Christmas will be ours!