hm… bara smá sýrutripp! ekkert sem ég hellti sál minni út í eða vandaði mig við út í ystu æsar! bara eitthvað sem höndin á mér virtist frekar kjósa að skrifa heldur en stærðfræði… Svo ég verð ekkert hissa þótt þetta verði ekki birt! ^_^




“Bárður, hvar er úlpan mín?”

Það var Brynjar sem kallaði.

Alveg frá því þeir voru litlir hafði hann reynt að ráðskast með Bárð… samt var það Bárður sem réði öllu…

“hvernig á ég að vita það?” svaraði Bárður frá baðherberginu. Hann var nýbyrjaður að þurfa að raka sig og tók sér því góðan tíma á hverjum morgni í að raka hökuna, hann var ekkert alltof góður í því. Og ekki vildi hann vera alblóðugur í skólanum, framhaldsskólaneminn. “hefurðu leitað í flyglinum?” bætti hann við.

Brynjar hristi hausinn í uppgjöf og náði í úlpuna úr flyglinum. Hann skoðaði bláa fletina á öxlunum, kíkti innaná hálsmálið, henti henni í símastólinn og æpti: “Ekki Rebook úlpuna! Mig vantar bláu Cintamani úlpuna, Bárður!” Brynjar var soddan merkjafrík.

“Já, hún gæti verið í pottaskápnum. Eða skottinu á Nizzanum!” hrópaði Bárður á móti þegar það rifjaðist upp fyrir honum hvar hann hafði séð hana síðast. Hann var búinn að raka sig og bursta tennurnar svo hann náði í töskuna inní herbergi ogklæddi sig í jakkann. “Mamma, ég tek jeppann!” hrópaði hann þegar hann hrifsaði lyklana úr lyklahúsinu sem á stóð “Hjá Hákoni og Möggu” og skellti hurðinni á eftir sér.

Hann startaði jeppanum annars hugar og bakkaði úr stæðinu. Brynjar hoppaði uppí á ferð og þeir keyrðu í skólann. Á leiðinni keyptu þeir sér kók og hamborgara, næringaríkustu máltíð dagsins, sem þeir borðuðu á ganginum í skólanum. Fyrst fóru þeir í tíma til Hökunnar. “Hakan” var miðaldra kelling sem kenndi ensku. Hún var á breytingaskeiði þannig að þótt hún væri á sextugsaldri klæddi hún sig eins og argasta discogelgja, með túberað hár og rauðan varalit. Bárður hryllti sig í hvert skipti sem hann sá hana.

“Herra Brynjar Hákonsson?” kallaði Hakan! (bræðurnir voru ekki með það á hreinu hvað hún hét í raun og veru!)

Brynjar sem var í óða önn að rífa fyrstu blaðsíðu bókarinnar “To kill a Mockingbird” niður í litla bita, sem hann litaði síðan annað hvort bláa eða græna með áherslupenna, leit upp hissa, pirraður á trufluninni. “Hmm?” var svarið sem hann gaf henni.

“Have you finished reading the second chapter like I asked you to do yesterday?” Hakan var Breti með blátt blóð í æðum (eða svo sagði hún) og lagði það því ekki á sig að læra íslensku.

“Yes, I have” muldraði Brynjar. Þau vissu bæði að hann var ekki að segja satt.

Hakan sendi honum mildasta illa augnaráðið sitt og sneri sér að Bárði sem lá fram á borðið, hlustandi á Johnny Cash (bestu hugsanlegu tónlist til að sofa við), steinsofandi.

“Herra Bárdúr?” beljaði Hakan. Brynjar gaf bróður sínum olnbogaskot í síðuna svo hann hrökk við. Bárður settist upp, þurrkaði sér um annað munnvikið og reif head-phone-ana úr eyrunum á sér þegar hann kom auga á Hökuna. Eldrautt far eftir jakkaermina sem hann hafði legið á þakti vinstri helminginn af andlitinu á honum.

“Were you sleeping, mr. Hákonson?” spurði Hakan íbyggin á svip, horfði stíft á Bárð og sló kennarareglustikunni, sem hún notaði sem bókamerki, í lófann á sér, taktfast.

“No, not at all!” svaraði Bárður, þótt hann vissi að það væri dauðadæmt að reyna að neita.

“Well then, could you please repeat to me the last thing I said?”

Bárður stirðnaði upp. Hann vissi að nú var hann búinn að koma sér í vandræði. Ef hann svaraði vitlaust fengi hann eftirsetu en ef hann viðurkenndi að hann hefði sofið í tíma yrði honum hent út. Hvorugt leit vel út fyrir honum því hann var á góðri leið með að skrópa sig út úr skóla.

Hann hugsaði örstutt í viðbót en komst að þeirri niðurstöðu að honum tækist aldrei að svara rétt. Hann ákvað því bara að njóta þess fyrst það þyrfti að gerast…

“Yes! You were talking about the utterly and sickeningly disgracefull love affair you´re having with my brother, Brynjar here, and the weird positions of Kama Sutra you´ve had sex in!” sagði Bárður og glotti út í annað yfir sjúku hugmyndarflugi sínu! Hakan og Brynjar!? ICK! Nú yrði Brynjar pissed.

En viðbrögð Hökunnar komu honum að óvörum. Í staðinn fyrir að arga á hann og henda honum út roðnaði út upp í hársrætur og greip fyrir andlitið á sér. Bárður horfði á hana með undrun en viðbrögð Brynjars ollu honum meiri áhyggjum. Brynjar var orðinn eldrauður í framan og öskraði á Bárð, sem dauðbrá:

“Hversu lengi hefurðu vitað þetta!?”

Bárður missti andlitið af undrun og tók varla eftir því þegar bekkurinn byrjaði að arga úr hlátri…



þrem mánuðum síðar….

Bárður sat og horfði út um gluggann. Hann sló blýpennanum pirraður taktfast í stærðfræðibókina á borðin fyrir framan hann. Sumarskóli hafði ekki verið á áætluninni hjá honum. Einhverra hluta vegna hafði hann líka verið rekinn úr skólanum, ásamt Brynjari fyrir þetta hneykslanlega atvik.

Hann sneri sér að Brynjari sem nagaði endann á pennanum sínum og horfði út í ekkert og sagði:

“Hata þig!”
"