Þegar ég var skáti fyrir 2 árum, þá fórum við einu sinni í Þórsmörk og það var ótrúlega gaman, (eða þannig) við þurftum að snúa við þegar við vorum komin hálfa leiðina því að einn krakki hafði gleymt gleraugunum, algjört vesen. Svo aftur þegar við vorum komin á nákvæmlega sama stað þurftum við að snúa aftur til baka því að einn krakki gleymdist á rútustöðinni. Svo LOKSINS þegar allir voru komnir með allt þá komumst við til Þórsmerkur. Það fyrsta sem við gerðum: Fólkið sem átti að fylgjast með okkur á meðan við værum þarna fór að kenna okkur margt fróðlegt og nytsamlegt um gróðurinn og var með 20 bækur um Íslenska flóru með sér svo að við gætum vita hvað þessar plöntur hétu, það átti að vera mjög NYTSAMLEGT, ha ha haaa! Þetta er fáránlegt. Svo var það svona eiginlega allan tímann á meðan við vorum þarna, við áttum að fá að vita margt fróðlegt um náttúruna. Svo þegar ég var búin að læra að bláberin uxu á bláberjalyngi og margt annað, þá var kominn háttatími. Við fundum okkur svefnstað yfir nóttina, en þá kom svo ótrúlega vont veður að tjöldin hjá okkur sumum, sem voru búin að vera stutt í skátunum og kunnu ekki almennilega að setja upp tjald, þau fuku út í buskann í grenjandi veðri. Rútan var farin og það var ekkert hús þarna til að fara í, þannig að sumir urðu að deila tjöldunum með þeim sem misstu tjöldin sín í óveðrinu. FRÁBÆRT! Næsta dag heimtaði ég að það yrði farið með mig aftur heim og ég fékk því framgegnt svo að nú er ég alveg hætt í þessum ÖMURLEGU skátum!