Neglur Jæja, ég ætla aðeins að tala um neglur hérna, því að ég á svo oft í vandræðum með mínar eigin!

Þegar ég var yngri nagaði ég alltaf á mér neglurnar. Reyndar ekki alveg fáránlega mikið eins og sumir, en samt nagaði ég þær og náði aldrei að safna. Svo fór ég að geta safnað, en alltaf þegar þær stækkuðu eitthvað brotnuðu þær. Og það sem ég var bara eitthvað um 11-12 ára, þá var ég ekkert mikið að nenna að nota naglaherðir, þannig að smám saman brotnuðu þær bara. En smám saman hætti ég, og bara við vinkonurnar í heild að naga, hver á eftir annari. Sumum tókst að safna flottum, hvítum nöglum. En mér hefur ekki tekist það. Reyndar, sem betur fer, nagaði ég aldrei það langt, að húðin fyrir ofan nöglina færi að vaxa fram yfir, þá er víst svo erfitt að safna flottum:( kannski er þetta ekkert svona mörgum neitt kappsmál að safna flottum nöglum, en ég vil fá flottar. Og engin NAGLABÖND!! þá kem ég að því…
eins og við flestar/flestir (býst samt eiginlega við að ég sé að tala við stelpur) höfum kynnst, þá er frekar vont að ýta naglaböndunum niður. En maður á að gera það til að losna við þau, það á ekki að klippa þau eitthvernveginn af, eins og sumir halda, heldur er ráðið bara að ýta þeim niður. Það er gott að setja hendurnar í frekar heitt vatn, þá eru naglaböndin orðin mjúk, og auðveldara að ýta þeim niður, það tekur samt sinn tíma.

En ég fór að hugsa um svona gervineglur (nú lítur út fyrir að neglur séu það eina sem ég hugsa um, oft á tíðum er mér alveg sama um þær, en svo kemur að ég vil hafa þær flottar). Það eru komnar gelneglur, kostar 4.900 að fá sér þær, og svo er fólki ráðlagt að lára lagfæra þær á um 3 vikna fresti, sem kostar held ég um 2.000.
En einu sinni fékk ein vinkona mín sér steiptar, og eins og þið vitið þola neglur mismikið, og hennar bara gjörsamlega þoldu þetta ekki, og komu eiginlega ónýtar undan steiptu nöglunum. Ég var samt ennþá að hugsa um að fá mér gel, bara svona til að prófa. En þar sem ég er bara 15 ákvað ég að bíða aðeins og gefa nöglunum mínum séns, og halda áfram að ýta naglaböndnunum niður;)

Eruð þið í eitthvað svipuðum vandræðum/hugleiðingum?