Árið 1981 var gefin út nokkuð merkileg bók sem er kölluð “The letters of JRR Tolkien”. Í þessari bók hefur Humphrey Carpenter með aðstoð Cristophers Tolkiens tekið saman mikið af bréfum sem að Tolkien skrifaði í eina bók.
Í desember árið 2002 gerðist svo annar merkur viðburður. Ég varð tvítugur og í afmælisgjöf fékk ég þessa merkilegu bók. Síðan þá hef ég verið að skemmta mér við að lesa eitt og eitt bréf frá hinum og þessum tímum send til fullt af ólíku fólki.
Bréfin í bókinni eru flest valin með það til hliðsjónar að þau segi frá sköpunarferli Lord of the Rings. Fyrstu bréfin þarna eru frá 1914 og síðan koma nokkur bréf frá næstu tveimur áratugum. Svo byrjar gamanið með heilum helling af bréfum til útgefandans Stanley Unwin þar sem að er talað um möguleika á að gefa út framhald af Hobbitanum.
Svo kemur bréf eftir bréf til ólíkra manna um það hvernig verkið gengur. Þetta er einstaklega áhugaverð lesning og maður fær mjög ýtarlegar upplýsingar út úr þessu um það hvað nákvæmlega Tolkien var að hugsa þegar að hann skrifaði hvern kafla og hvaða skoðanir hann og fólkið í kringum hann hafði á þeim. Maður sér til dæmis greinilega hvað bókin mætti miklum fordómum til að byrja með og hvað fólk átti erfitt með að skilja hana. Mörg af bréfunum frá þessum tíma eru skrifuð til Cristophers Tolkiens á árunum 1943 og 1944 þegar að hann barðist í seinni heimstyrjöldinni. Hann sendi syni sínum kafla úr LOTR jafn óðum og hann skrifaði þá og Cristopher las þá yfir og sendi til baka álit sitt. Í bréfunum er að sjálfögðu líka farið út í fjölskyldumál, Tolkien segir syni sínum hvernig fjölskyldan hefur það á stríðstímum og biður um fréttir á móti. Sum bréfin eru virkilega hjartnæmar hugleiðingar um stríð og frið.

“The utter stupid waste of war, not only material but moral and spiritual, is so staggering to those who have to endure it. And always was (despite the poets), and always will be (despite the propagandists) – not of course that it has not and will be necessary to face it in an evil world. But so short is human memory and so evanescent are its generations that in only about 30 years there will be few or no people with that direct experience which alone goes really to the heart. The burnt hand teaches most about fire.”
(Úr bréfi til Cristophers Tolkien, 30. Apríl 1944)

Mörg af þeim snertu mig virkilega djúpt. Það kom mér þó á óvart hversu mikinn biturleika Tolkien virðist hafa haft gagnvart stjórnvöldum.

“My political opinions lean more and more to Anarchy (philosophically understood, meaning abolition of control not whiskered men with bombs) – or to ‘unconstitutional’ Monarchy. I would arrest anybody who uses the word State (in any sense other than the inanimate realm of England and its inhabitants, a thing that has neither power, rights nor mind); and after a chance of recantation, execute them if they remained obstinate!”
(Úr bréfi til Cristophers Tolkien, 29 Nóvember 1943)

Í seinni helming bókarinnar eru mikið af bréfum til aðdáenda sem og annars fólks sem að ræða í miklum smáatriðum um ýmsa þætti verka hans. Einnig eru nokkur bréf til fjölskyldumeðlima og vina als ótengd bókunum sem að hann skrifaði. Yngstu bréfin eru skrifuð í kringum 1973.

Skemmtilegustu bréfin að mínu mati eru þau sem að koma inn á millum og hafa virkilega heimspekilegt innihald. Tolkien hafði mjög ákveðnar skoðanir um menn og málefni og hann er snillingur í að koma orðum að því sem að hann er að hugsa. Bréfin sem að hann skrifaði til C.S. Lewis eru til dæmis algjör snilld. Eitt var til dæmis um skilnað í kristnu samfélagi og annað um það hvernig gagnrýni hefði áhrif á verk rithöfunda.
Þetta er kannski ekki bók fyrir þá sem að lásu LOTR bækurnar fyrir innihaldið, þar sem að bréfin bæta mjög litlu við það. Heldur frekar fyrir þá sem að lásu bækurnar fyrri það hvað Tolkien hefur frábærann stíl sem rithöfundur. Öll bréfin eru frábærlega skrifuð og skemmtileg að lesa bara fyrir það eitt. Ég sjálfur met verk Tolkiens bæði fyrir það hversu vel skrifaðar bækurnar eru sem og það hvað þau eru viðamikið sköpunarverk. Þess vegna fannst mér The letters of JRR Tolkien einstaklega áhugaverð bók sem að gaf mér bæði innsæi í sköpunarfelli þessara verka sem og aukna virðingu fyrir Tolkien sem rithöfundi.
Lacho calad, drego morn!