Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

kisustelpa
kisustelpa Notandi frá fornöld 0 stig
Kisustelpa

Re: Um kennslu ungra barna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hæ Dangergirl, ég er alveg sammála þér, auðvitað gengur skólakerfið upp fyrir flesta og skólarnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Hverfisskóli dóttur minnar gekk ekki upp fyrir hana á sínum tíma og þá var lítið annað að gera en að bíta í það súra, flytja á milli hverfa svo hún hefði aðgengi að öðrum skóla eða þá að reyna að finna skóla sem ekki er hverfisbundinn og það gerðum við einmitt. :o)

Re: Um kennslu ungra barna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Dóttir mín fór í Landakotsskóla. Eflaust eru skiptar skoðanir um hann eins og annað en fyrirkomulagið þar hentar a.m.k. mínu barni frábærlega og það er víst það sem skiptir máli. Það er lögð áhersla á m.a. aga og reglu en það eru auðvitað engar danskar nunnur þarna að slá með reglustiku á handabökin!!! Það er löngu liðin tíð ef það var þá einhverntíman svoleiðis! Við erum að minnsta kosti alsælar. :o)

Re: Um kennslu ungra barna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Dóttir mín er mikil reikningsmanneskja og var farin að leggja saman, draga frá og margfalda litlar tölur þegar hún byrjaði í skóla. Ég bað kennarann um aukaverkefni og var það víst lítið mál. Síðar um veturinn kemur í ljós að hún var með 3-4 verkefnablöð sem hún ljósritaði og lét stelpuna reikna aftur og aftur! Barnið var að klepra þegar komið var fram að jólum. Nú lít ég ekki á dóttur mína sem undrabarn sem þurfi sérmeðferð í skóla en þetta finnst mér ekki hægt að bjóða upp á. Ég gekk á...

Re: Dónaskapur eða hvað?????

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég á oft mjög erfitt með að hlusta á grátur annarra manna barna og það fer fátt meira í skapið á mér EN ég læt mig líka bara hverfa ef ég ræð ekki við aðstæður. :o)

Re: Nöfn ?

í Kettir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég á fress sem heitir Hermann Sylvester. Hermanns nafnið kom fyrst, það kom af sjálfu sér því hann er bara algjör Hermann. Seinna bættist Sylvester við því hann lítur út alveg eins og svarti og hvíti kötturinn í Sylvester og Tvítví teiknimyndunum. Annars er hann bara kallaður Hermann alla jafna og hlýðir því nafni.

Re: Barn kisur = hræðilegt?

í Kettir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég var með eina litla kisu í fóstri þegar dóttir mín fæddist. Mér fannst þetta ekki tiltökumál hvað varðaði samkomulag og þess háttar enda var kisa svo lítil að hún komst ekki upp í barnarúmið og dóttirin svo lítil að hún var ekkert á kreiki af sjálfsdáðun. Ég var hins vegar alltaf á verði og var því fegnust þegar kötturinn fékk annað heimili. Maður tekur enga sjénsa með krílin sín, og jafnvel hlýðnustu kettir geta verið duttlungafullir. Þegar dóttir mín var að verða þriggja fengum við svo...

Re: Hjálp....

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sammála Dangergirl, það er aðeins eitt sem mig langar að bæta við. Það skiptir miklu máli að mamman taki virkan þátt í að senda “réttu” skilaboðin án þess þó að stjórna samskiptunum algjörlega. Dóttir mín á fósturpabba og mér fannst þetta ansi mikill línudans að finna út hvenær væri skynsamlegt að grípa inn í og hvenær ég var farin að skipta mér of mikið af. Það er til dæmis hægt að eyðileggja mikið samskiptin með því að gagnrýna fósturpabban fyrir samskiptin við barnið og taka fram fyrir...

Re: Tískan gengur í hringi.

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég var með skott, svo var ég síðar með sítt hár og broddatopp og svo var þetta fullkomnað með hvítum gloss. Ég átti líka grifflur og legghlífar!!!

Re: Spagettisósur

í Matargerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég píska bara saman tómatpúrru og mjólk, eða jafnvel léttmjólk og svo er bragðbætt að vild.

Re: Aftur um getnaðarvarnir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er með svokallaða hormónalykkju. Engar blæðingar sem er alveg gott og blessað en ég er fullviss um það að ég sé ólétt á nokkurra mánaða fresti! Það er vegna vægra aukaverkana sem skjóta upp kollinu og auðvitað móðursýki í bland. Ég held örugglega sölu Clearblue hérlendis á floti…. Annars ætlaði ég að segja danna að þú ert ekkert móðursjúk og paranoid, þú þarft bara að gefa þér tíma til þess að finna vörn við hæfi. ;-)

Re: Trúir þú á sveinka?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mín stelpa var 6 eða 7 þegar hana var farið að gruna ýmislegt, (hún er 9 núna). Ég er ekki alveg viss hvenær hún hætti í raun að trúa því hún er með það á hreinu að það sem maður trúir ekki á getur auðvitað ekki sett neitt í skóinn manns…..

Re: Gubby fiskar

í Gæludýr fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eitt í viðbót: ég ræktaði Gubby mér til gamans og mér fannst farsælast að hafa kerlingarnar sem litlausastar og karlana frekar skrautlega. Þannig er auðveldara að stjórna litum og eiginleikum í ræktuninni. Annars fannst mér mjög gaman að rækta Gubby og að vera með fiska yfirleitt. Nú er líka hægt að fá margar spennandi tegundir hérlendis.

Re: Snemma byrjar það

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
ahahahaha, sniðug stelpa. :-)

Re: Stóri Strákurinn minn!

í Kettir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér finnst Ottó æði, hann er svo flottur kisi og myndirnar af honum eru frábærar. Ég ætla að fara að senda inn af honum Hermanni mínum bráðum.

Re: Dverghamstar.... NOT !

í Gæludýr fyrir 22 árum, 6 mánuðum
EstHer, hamstrarnir verða misgamlir, eftir því hvort þú hleypir þeim út í garð á sumrin, færð kisur lánaðar og svo framv……

Re: Mataræði barna.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Dóttir mín þolir lítinn sem engan sykur, ekki einu sinni mjólkursykur svo mjólk og mjólkurvörur hafa lítið komið við sögu. Hún drekkur soyamjólk stundum sem er með viðbættu kalki en allra vinsælast er að útbúa möndlumjólk í mixaranum. Bara möndlur og vatn og kannski klaki, rosa gott og algjör kalksprengja. Ég get ekki séð að það hafi háð okkar heimili nokkuð að vera mjólkurlaust enda af nógu öðru að taka sem svalar vítamínþörfum líkamans eins og t.d. Craic talar um í sínu svari.

Re: Niðurgangur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, eplasafi og bláberjasúpa segja sumir líka. Hrísgrjónaseyði getur virkað stemmandi og er gott í mallakút. Setur bara 50/50 af hrísgrjónum og vatni í pott, lætur suðu rétt koma upp og síar seyðið svo frá hrísgrjónunum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok